Textílfélagið

Árið 1974 var Textílfélagið stofnað af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum.  Textílfélagið er félag menntaðra textíllistamanna og textílhönnuða. Meginmarkmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og kynna list þeirra og hönnun á innlendum og erlendum vettvangi. Textílfélagið er eitt af aðildarfélögum Sambands íslanskra myndlistarmanna  og hefur sinn fulltrúa í stjórn Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi, Miðstöð hönnunar og Arkitektúrs, NTA – Norrænu textílliata samtökunum (https://www.nordictextileart.net/)  ásamt aðild að Myndstefi, Baklandi Listaháskóla Íslands.

 Árið 2009 var opnað textílverkstæði fyrir félagsmenn á Korpúlfsstöðum og þar er fyrirtaks aðstaða fyrir ýmiskonar vinnu í björtu og glæsilegu rými. Félagsmenn geta nýtt sér þá aðstöðu, skipulegt námskeið og sýningar. í dag eru 102 félagkonur og þar af fimm heiðursfélagar.

Alls konar námskeið

Námskeið

Textílverkstæðið býður upp á góða aðstöðu til að halda námskeið. Oftast eru það félagskonur sem halds námskeið en einnig aðrir fagaðilar. Ef félagsmenn hafa áhuga að halda námskeið þá þarf að undirbúa það með góðum fyrir vara, námskeiðið er síðan auglýst hér á síðu félagsins og hægt er að borga fyrir námskeiðið á síðunni. Félagið borga fyrir kennsluna og er það gert í samvinnu við stjórn hverju sinni. Námskeið ganga fyrir vinnu annara á verkstæðinu.

Vinnustofur á Korpúlfstöðum

Félagar geta leigt vinnstofur

Fréttir

Austė Jurgelionytė-Varnė og hvítu mölflögurnar .

Fyrirlestur á Textílverkstæði á Korpúlfsstöðum. Austé Jurgelionyté-Varné heldur fyrirlestur um sig og myndlistahópinn Baltos kandys / Hvítu mölflögurnar næstkomandi föstudag 29.október hjá Textílfélaginu á Korpúlfsstöðum.

Kynning á Textílfélaginu

Textílfélagið  er með opið hús á  sama tíma og Torg Listamessa Reykjavík verður haldin dagana 22.-31. október á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum. Mikill áhugi er á

Haustnámskeið á Textílverkstæðinu.

Samfélagsmiðlar: Instagram og Facebook (25.september) Nemendur kynnast þeim mögleikum sem eru í boði á samfélagsmiðlum og ná tökum á þeim tólum og tækjum sem að

Viltu ganga í félagið?