Áhugaverð námskeið í sumar

Hér á þessari síðu frá Kaunas Litháen, eru auglýst mjög áhugaverð námskeið í sumar. Meðal þess sem kennt verður er Jacquard vefnaður, silkiþrykk og verkstæði fyrir nútíma útsaum. Einnig er hægt að skoða ýmsar upplýsingar um sýninguna TEXTILE 07 – Kaunas Art Biennial sem stendur til 2. mars 2008.

FRÉTTATILKYNNING

Textillistakonan Heidi Strand sýnir nú verk sín á einkasýningu í ráðhúsinu í Høje-Taastrup í Kaupmannahöfn. Í sumar barst Heidi boð um að sýna verk sín í sýningarsal ráðhússins í Høje-Taastrup, vestasta hluta Stór-Kaupmannahafnar. Sýningin var formlega opnuð fimmtudaginn 31. janúar og verður opin á sama tíma og ráðhúsið allan febrúarmánuð, það er alla virka daga […]

Frétt frá Auði Vésteinsdóttur

Auður Vésteinsdóttir sendi inn frétt: „12th International Triennial of Tapestry“, var haldinn 21. maí – til 31. október 2007, í „Sentral Museum of Textile“, í Lódz, Póllandi. Fulltrúar Íslands voru Auður Vésteinsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. Af 42 þjóðlöndum sem sendu inn þátttöku var valið úr frá 32 löndum alls 110 textíllistamenn,auk þess voru 23 pólskir […]

Soft

Hér er hægt að sjá metnaðarfullt tímarit sem Textílfélagið í Noregi gefur út. Margar mjög áhugaverðar greinar ásamt upplýsingar um sýningar og fleira. Smellið á myndina, hún er hlekkur. 

Íslensk Textíllist í Frakklandi

Íslensk Textíllist í Frakklandi Íslenska Textílhópnum, sem samanstendur af textíllistamönnunum Gerði Guðmundsdóttur, Hrafnhildi Sigurðardóttur, Kristveigu Halldórsdóttur og Ólöfu Einarsdóttur, hefur verið boðið ásamt Önnu Gunnarsdóttur textíllistamanni, að halda sýningu í Wesserling Textíllistasafninu, Mulhouse, Frakklandi. Sýningin verður ein aðalsýning safnsins árið 2008 og stendur frá 26. janúar 2008 til 11. janúar 2009. Textílhópurinn (The Icelandic Textile […]