Fréttir

stjórn og stýningarnefnd opið hús og sýningar Fáeinar breytingar hafa í stjórn og nefndum Textílfélagsins frá aðalfundi í vor. Stjórnarfundur var haldinn í lok vel heppnaðrar heimsóknar bresku nefndarinnar og stjórn, sýningarnefnd og Korpunefnd ræddu ýmis mál sem þurfti að taka ákvarðanir um.  Stjórn: Lind Völundardóttir sem kosin var á aðalfundi varð að segja fljótlega af sér […]

FRÉTTATILKYNNING

Heidi heldur sig við efnið 16 textilverk frá árunum 2008 til 2009á sýningu í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík dagana 3. til 18. október 2009á sama tíma og Ráðhúsið er opið  

Móttaka á fulltrúum safna

Kæru félagar Okkur hefur hlotnast sá heiður að taka (aftur !) á móti fulltrúum virtra erlendra safna á Korpuverkstæðinu.Barst okkur ósk um að hafa móttöku fyrir fulltrúa opinberra og einkarekinna listasafna í Bretlandi n.k. miðvikudag 17.sept. kl. 17 – 18. Eru félagskonur hvattar til að koma, sýna sig og verkin sín og njóta léttra veitinga. […]

Þorbjörg Þórðardóttir og Þórður Hall sýna í Norræna húsinu

Nú stendur yfir sýning í Norræna húsinu á verkum Þorbjargar Þórðardóttur og Þórðar Hall, sýningin samanstendur af listvefnaði eftir Þorbjörgu og málverkum eftir Þórð. Sýningin er í samvinnu við Norræna húsið og er opin daglega frá kl. 12 – 17 og lýkur sunnudaginn 25. október 2009. Aðgangur er ókeypis, lokað er á mánudögum.   <img class="aligncenter size-full wp-image-233" […]

Menningarferð um NV land 16. – 18. október.

Vaknað hefur sú hugmynd að fara hópferð, skoða sýningar og njóta samvista við hvor aðrar.Gisting í sumarhúsum á bökkum Blöndu, heitir pottar og notalegheit.  Textílsýningar á NV landi eru þrjár: Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi: Hring eftir hring. Selasetrið á Hvammstanga: Hrafnhildur Sigurðardóttir Gamla Kaupfélagið Skagaströnd: Þverskuður 2. Dagskrá: keyrt norður föstudag.Laugardag; Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, og Þverskuður 2 á Skagaströnd, […]

Komdu og skoðaðu í kistuna mína….

Markmiðið er búa til ýmislegt úr afgöngum, t.d. dúkkur, kodda, bangsa, furðurdýr og annað, sem verður síðan til sölu í byrjun desember og ágóðinn rennur til Textílverkstæðis Korpu. Gaman væri að sjá sem flesta, framhald verður síðan eftir mánuð, fimmtudaginn 5. nóvember kl: 20:00.