Landfuglar
Sýning Sæunnar Þorsteinsdóttur, Landfuglar, opnar í Listmunahorni Árbæjarsafns laugardaginn 19. júní kl. 14. Sæunn finnur gömlum íslenskum landshlutakortum nýtt hlutverk með því að brjóta þau saman í origami fugla sem hún þræðir upp á vír ásamt alls kyns steinum, perlum og skrauti. Hólar, hraun og mýrar teygja fram hálsinn og þungt farg fjallanna fær vængi til að […]