„Ljós“
Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna, ´LJÓS´ hjá Fríðu skartgripahönnuði, Strandgötu 43, Hafnarfirði,laugardaginn 27 nóv kl 14. Verkin eru unnin úr þæfðri ull, silki, hör og fiskroði.Þetta eru ljós sem unnin eru með kuðungaformið í huga. Ljósin geta verið hangandi, á borði eða á vegg.
Elizabeth Johnston – hjaltneskt prjón – MASTERCLASS námskeið
Elizabeth Johnston verður með erindi um Hjaltlenska prjónahefð þann 21.nóvember n.k. á Textílverkstæðinu Korpu, Korpúlfsstöðum. Í fyrirlestrinum ætlar Elizabeth að fara í gegnum Hjaltneska prjónasögu og munum við fylgja prjónlesinu frá elstu fundum til dagsins í dag. Fyrirlesturinn fer fram á ensku en Hildur Hákonardóttir veflistakona mun vera fyrirlesara innan handar með þýðingu og útskýringar. […]
Brynja Emilsdóttir sýnir hönnun í versluninni Aurum
Brynja Emilsdóttir, textíl- og fatahönnuður, sýnir í nóvember lampakúpla handunna úr tvinna í versluninni Aurum í Bankastræti. Brynja hefur um árabil unnið föt, mynstur og nytjahluti úr tvinnaflækjum en hefur að undanförnu unnið úr þeim kúlur sem sem hún svo gerir úr lampakúpla. Allt að 2.000 metrar af tvinna fara í hvern lampa en þræðina […]
Félagsfundur Textílfélagsins 2010
Félagsfundur verður haldinn á Textílverkstæðinu Korpu þriðjudaginn 9.nóv. kl. 20.00. Á dagskrá verður umræða og kynning um fyrirhugaða textílsýningu á Akureyri 2011, Hönnunarmars 2011 og myndasýning Hrafnhildar Sigurðardóttur og Ásdísar Birgisdóttir frá nýlegri heimsókn á textílsvæðið í nágrenni Borås og Gautaborgar. Kaffiveitingar og önnur mál. Hér er að finna tengil á Rydboholms þrykkverksmiðjuna í nágrenni Borås. Pdf: Snabbguide -Information […]
Prjón frá Hjaltlandseyjum fyrirlestur og workshop
Textílverkstæðið Korpa sunnudaginn 21.nóvember og mánudaginn 22.nóvember. Fyrirlestur 21.nóv. kl. 20.oo: Shetland Knitwear – History and Tradition Hjaltland á sér langa textílsögu. Við fylgjum sögu prjónless frá elstu fundum, gegnum munstrin; gegnum prjónuð brúksföt og gegnum verslunarvöruna þangað til versksmiðjuspunnið og litað band tók yfir. Verð 1.000- kr. Skráning og nánari upplýsingar hér. Námskeið 22.nóv. kl.17.3o-22.oo: Knitting […]
KorpArt
Verið velkomin á opnar stofur listamanna á Korpúlfsstöðum laugardaginn 6.nóv. frá kl. 13 -17. Félagskonur eru hvattar til að nýta sér þann mikla fjölda gesta sem heimsækir Korpúlfsstaði fyrsta laugardag í mánuði með því að hafa sýningu og/eða sölu á verkum sínum á Textílverkstæðinu Korpu þennan dag. Minnum á að fyrstu helgina í desember er […]