2014 Fyrirlestur á Textílverkstæðinu Korpu

Þriðjudagskvöldið 14.okt heldur Eygló Harðardóttir myndlistarkona fyrirlestur á textílverkstæðinu KORPU. Þar ræðir hún um skynjun (þann sem horfir), ólíka uppsprettu lita, áhrifin sem litir hafa á hvern annan og hversu flókin þrívíð litaupplifun getur verið miðað við þá tvívíðu. Aðgangur ókeypis.

2014 Afmælissýning Textílfélagsins í SÍM salnum

  Textílfélagið var stofnað  árið 1974 og fagnar 40 ára afmæli sínu í ár. Félagið er eitt af aðildarfélögum SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna og er eitt þeirra félaga sem stendur að Hönnuarmiðstöð Íslands. Félagið var stofnað af starfandi textíllista- konum ásamt kennurum og nemendum textíldeildar Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Í dag eru félagskonur 75 talsins. […]