Myndir frá afmælissýningu Textílfélagsins

45 ára afmælissýning Textílfélagsins með 45 verkum eftir 45 félagskonur var haldin í Kirsuberjatrénu seinni hluta október. Hér gefur að líta myndir af verkunum 45 á sýningunni. Myndirnar tók Helga Pálína Brynjólfsdóttir.
45 ára afmælissýning Textílfélagsins í Kirsuberjatrénu

Fimmtudaginn 17. október verður blásið til afmælisopnunar í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu 4. Textílfélagið er 45 ára á árinu og að því tilefni verða sýnd 45 verk eftir 45 félaga. Opnunin verður milli 17:00 og 19:00 en sýningin stendur áfram á opnunartímum Kirsuberjatrésins til og með 30. október. Velkomin/n að koma og fagna með okkur!
Torg listamessa á Korpúlfsstöðum

Textílfélagið tók þátt í Torgi listamessu dagana 4.-6. október. Sex félagar settu upp bás og sýndu verk sín fyrir hönd félagsins. Það voru þær Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Bethina Elverdam, Kristveig Halldórsdóttir, Lilý Erla Adamsdóttir, Ýr Jóhannsdóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir. Fleiri félagar stóðu fyrir eigin básum. Viðburðurinn var afar vel sóttur en talið er að um […]