Legg í lófa – Hönnunarmars 3. – 7. maí, 2023
Tuttugu og eitt ör-handverk verða afhjúpuð í Rammagerðinni í Hörpu í maí. Þeim er komið fyrir í litlu rými á hjólum, sem er rúmlega einn rúmmeter að stærð. Hægt er að fylgjast með verkunum í gegnum lítil göt á rýminu. Efnistökin eru fjölbreytt; verkin eru ofin, vafin, saumuð, prjónuð, lituð og teiknuð. Hvert og eitt eins og handgert lítið leyndarmál sem einn bjartan vormánuð fær að líta dagsins ljós.
Twenty-one small objects will be revealed in Rammagerðin in Harpa this May. They will be situated in a small, movable space only a cubic meter in size. The objects will be visible through tiny holes on the sides of the box. Some of them are woven or wrapped while others are sewn, knitted, dyed or drawn. Each one of them a handmade little secret that finally appears during the bright, cold spring.
N°1.
Karín María Sveinbjörnsdóttir
karin.maria@outlook.com
Marbláma, 2023
Girni, 13 x 13 x 10 cm
Verkið er prjónað, saumað, hnýtt (macramé), auk þess sem það inniheldur nokkrar perlur. Þetta er þrívíddarverk, unnið úr girni með tilvísun í hafið.
Ég heiti Karín María Sveinbjörnsdóttir og hef unnið mest allan minn starfsaldur sem framhaldsskólakennari við listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA). Ég vinn jöfnum höndum að gerð þrívíðra og tvívíðra verka úr mismunandi efnum, svo sem ull, silki, bómull, hör og girni.
This is work three dimensional. The work is knitted, sewn, with macramé knots and with some beads. Made from fishing line with reference to the sea.My name is Karín María Sveinbjörnsdóttir. I have worked most of my working life as a college teacher in art courses at the Verkmenntaskólinn á Akureyri (Comprehensive College). I work equally on making three-dimensional and two-dimensional works and I use wool, silk, cotton, linen, and fishing line.
N° 2.
Kristveig Halldórsdóttir
kristveig@islandia.is
www.instagram.com/kristveigh
Pappírsinnsetning; Öskjur og pensill, 2023
Handgerður pappír úr hör, þráður, trjákvoða, vax pappírsgarn og ull.
Trefjarnar í handgerða pappírnum er efniviður sem iðar af lífi og býður upp á alla möguleika til að skapa nýja hluti og gæða nýju lífi. Hann hefur eigin áferð í kyrrð sinni, myndar eigið landslag með dölum, hæðum og hólum og er í senn viðkvæmur og sterkur, sveigjanlegur og stöðugur. Pappírinn er styrktur með náttúrulegum efnum, trjákvoðu og bývaxi. Útsaumur, spor, línur og litir verða að óræðum sögum. Askja, pensill og veggfóður er dæmi um ólíka nytjahluti úr pappír.
Kristveig Halldórsdóttir lærði textílmyndlist í Myndlista- og handíðskóla Íslands, fór í framhaldsnám í Listiðnaðarháskólanum í Osló og lauk þaðan mastersnámi í textílmyndlist. Hún hefur haldið nokkrar einskasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum innanlands og erlendis ásamt því að vera sýningarstjóri. Í mastersnáminu rannsakaði hún sérstaklega gerð handunnins pappírs úr mismunandi plöntutrefjum sem leggur mikilvægan hugmyndfræðilegan grunn að verkum hennar.
Paper installation, Boxes and paper brush, 2023
Handmade paper made of linen, tread, resin, wax, paper jarn and wool
The fiber in the handmade paper is a material full of life and offers all the possibilities of creatingnew things and bringing them to life. It has texture and stillness of its own, forms its own landscapewith valleys and hills and is at once fragile and strong, flexible and stable. The paper is reinforcedwith natural substances: resin and beeswax. Embroidery, stitches, lines and colors turn into
ambiguous stories. A box, a brush and wallpaper are examples of utility articles that can be designedfrom paper.
Kristveig Halldórsdóttir studied textile art at the Icelandic College of Arts and Crafts in Reykjavík and
continued her studies at the National College of Art and Design in Oslo where she finished a masters
degree in textile art. She has had several solo exhibitions and has taken part in many group
exhibitions in Iceland and abroad. During her graduate studies, she particularly researched the
craftsmanship of handmade paper made of plant fibers which lays an important conceptual
foundation for her artwork.
N° 3.
Þorgerður Hlöðversdóttir
bombyx@bombyx.is
www.bombyx.is
www.instagram.com/bombyx_jurtalitun_ecodyeing
Servíettur, 2023
Verkið er unnið með Shibori tækni þar sem ákveðnir hlutar efnisins er blokkeraðir með því að binda um efnið og mynda þannig ákveðin munstur. Hér er unnið með servíettur úr lífrænni bómull sem litaðar eru með Indígó. Það sem sést í kassanum er efnið áður en búið er að losa um hnútana þannig að munstrið sést ekki. Fullunnin verk eru til sýnis og sölu í hönnunar versluninni Skúmaskoti, Skólavörðustíg 21a.
Þorgerður Hlöðversdóttir er textíl listakona og sækir innblástur í náttúruna og nýtir íslenskar og erlendar jurtir á vistvænan hátt til að lita og þrykkja á náttúruleg efni svo sem silki, ull, hör og bómull. Hvert verk er einstakt og það getur tekið langan tíma og margar tilraunir að ná fram þeim litum og áferð sem sóst er eftir.
Napkins, 2023
This product is done with the Shibori technique in which certain parts of the fabric are blocked by binding, thus producing specific patterns. In this I have used napkins made of organic cotton dyed with Indigo. What you see when looking into the box is the fabric before the knots have been cut and the pattern revealed. The final products are on show and can be purchased in the local art shop Skúmaskot, Skólavörðustíg 21a.
Þorgerður Hlöðversdóttir is a textile artist working with silk and other natural fabrics which she dyes with plants from Icelandic nature in a sustainable way. Each work is unique and it can take a lot of time and effort to achieve the right nuance.
N°4.
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
arnosp@gmail.com
www.karlsdottir.com
instagram.com/dottirkarls
Þráðahringir, 2023
Útsaumur 2 x 2 x 2 cm. Þráðahringir, léttir og mjúkir hringir, ætlaðir til hversdags notkunar.
Arnþrúður Ösp lauk listnámi frá textíldeild MHÍ og kennaranámi frá Håndarbejdet Fremmes Seminarium í Kaupmannahöfn. Hún vinnur textílverk og bókverk samhliða kennslu. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga hérlendis og erlendis. Hún býr og starfar í Reykjavík
Rings of thread, 2023
Embroidery 2 x 2 x 2 cm. Rings of thread, light and soft, made for everyday use.
Arnþrúður Ösp graduated from the textile department at The Icelandic School of Arts and Crafts and as a teacher from Håndarbejdet Fremmes Seminarium in Copenhagen. She works as textile artist, book artist and art teacher.
N°5.
Ólöf Ágústína Stefánsdóttir
olofagustina@gmail.com
Í fósturstellingu, 2023
Nýtt líf og um það bil að verða fullbúið í hreiðrinu. Hvenær lítur það dagsins ljós? Hér birtist ákall til nýrra lífshátta á plánetunni jörð
sem getur vart andað lengur vegna ágangs hinns upprétta manns HOMO SAPIENS. Endurskoðum lífshætti okkar og hugsanir og
komum að nýjum tíma eins og saklaus hvítvoðungur með nýja forskrift í frumunum.
Ferilskrá:
Grunnskólakennari (b.ed) 1981
Textílkennaranám 1998-2000
Textilnám í Danmörku (handverk, hönnun, textíllist)
Meistargráða í list- og verkgreinum (m.ed) 2015
Diploma í textílhönnun frá Myndlistaskóla Reykjavíkur 2019
Áherslur í minni sköpun tengist hugmyndalist. Áskorunin er að útvíkka það sem gæti talist vera textíllist
og finna snertifleti við aðrar listtegundir. Textíllinn er alls staðar og birtingarmyndirnar eru ótakmarkaðar.
Stundum þarf að leita með opnum huga til að koma auga á hvar hann leynist.
In the fetal position, 2023
New life is about to be completed in the nest. When will it see the light of day?
Here is a call for new ways of life on Planet Earth, which can hardly breathe due to the encroachment of the upright man HOMO SAPIENS. Let’s revise our ways of living and our ways of thinking, and arrive in a new time like a newborn with a new script in the cells.
Resume:
Elementary school teacher (b.ed )1981
Textile teacher 1998 -2000
Textile studies in Denmark ( craft, design, textile art) 2003- 2004
Master´s degree in arts and crafts (m.ed) 2015
Diploma in textile design in the Reykjavik School of Visual Arts
Emphasis in my creativity is related to conceptual art. The challenge is to expand what could be
considered Textile Art and seek connection with other art forms. The textile is omnipresent and the
manifestations are unlimited. But sometimes one must search with an open mind to spot where they’re
hiding.
N°6.
Judith Amalía Jóhannsdóttir
judith.amalia@gmail.com
www.judithamalia.com
www.instagram.com/judith_amalia
Hártog, 2023
Prjónuð hárteygja úr handspunnu togi.
Judith Amalía Jóhannsdóttir fæddist á Ísafirði árið 1980. Hún stundaði nám við Accademia di Brera í Mílanó á árunum 2007-2008 og lauk námi í textílhönnun við Myndlistaskólann í Reykjavík árið 2020. Judith Amalía var einn af stofnendum jógafatamerkisins Atala árið 2012. Hún er búsett í Reykjavík.Hand knitted scrunchie from handspun Icelandic wool tog. Í verkum sínum hefur Judith Amalía beint sjónum að íslenskri handverkshefð og stöðu hennar í samtímanum. Þráðurinn er lykilform í verkum Judithar og í þeim er leitast við að spinna þræði úr ólíkum hráefnum.
Judith Amalía Jóhannsdóttir was born in Ísafjörður in 1980. She attended the Brera Academy of fine arts in Milan between 2007-2008 and graduated in Textile Design in Reykjavík School of Visual Arts (MÍR) in 2020. Judith Amalía was among the founders of Atala, an Icelandic brand of yoga clothing, in 2012. She lives in Reykjavík. In her work, Judith Amalía has highlighted traditional Icelandic crafts and their current position. Thread is a key form in Judith’s work, and attempts to spin threads from various substances are emphasized.
N°7.
Harpa Jónsdóttir
harpenstein@gmail.com
instagram.com/harpa.jons
Hver sól er miðja sólkerfis og allt snýst í kringum hana.
Seven suns, 2023
Each sun is the centre of a solar system and everything revolves around her.
N°8.
Sigrún Halla Ásgeirsdóttir
sigrunhasgeirs@gmail.com
Ótól, 2023
Textílskúlptúr (akrýl, bómull, hör, fylliefni), 10 x 13 x 13 cm.
Ótól er ónytsamlegur hlutur sem vísar í heim tækja og tóla sem það tilheyrir ekki. Þrátt fyrir það hefur það sína eigin kosti, eins og mýkt, fjölhæfni og sveigjanleika. Verkið er hugleiðing um það gildismat sem loðir við svokallaða kynbundna eiginleika og lífsseigar hugmyndir um karla- og kvennastörf, sem býður jafnframt upp á íhugun um tilvist ótólsins út frá annarskonar forsendum.
Sigrún Halla Ásgeirsdóttir nálgast viðfangsefni sín út frá skyntúlkun og brotakenndri tilveru þar sem hending og listrænn ásetningur fær jafnt vægi. Teikning og tilraunir með efni skipa stóran sess í vinnuferlinu en hennar helstu miðlar fram til þessa hafa verið vatnslitir, textíll og stafrænir miðlar. Sigrún Halla býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur bakgrunn úr stafrænni hönnun, textíl og listfræði og er meðlimur í Textílfélagi Íslands og Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM).
Non-Tool, 2023
Textile sculpture (acrylic, cotton, linen, stuffing), 10 x 13 x 13 cm.
Non-Tool is an unusable object that hints at the world of implements and gadgets which it does not belong to. Even so, it has its own qualities, such as softness, versatility and flexibility. Non-Tool is a reflection on the value system pertaining to the so-called gendered characteristics and the lingering ideas about men’s and women’s work, which invites the consideration of the Non-Tool’s existence from a different perspective.
Sigrún Halla Ásgeirsdóttir examines her subjects from the viewpoint of perception and fragmented reality where chance and artistic intention play an equal part. Drawing and experimental approach to materials is an important part of her process. To date she works predominantly with watercolour, textiles and digital media. Sigrún Halla lives and works in Reykjavík. She has a background in digital design, textiles and art history and is a member of the Icelandic Textile Association and The Association of
Icelandic Visual Artists (SÍM).
N°9.
Diljá Þorvaldsdóttir
diljaathorvalds@gmail.com
diljathorvalds.com
Otherm, 2023
Photograph, nylon, thread, stuffing /Ljósmynd, nylon, þráður, fylling. 15 x 10 cm
Diljá Þorvaldsdóttir (hún) vinnur með margvíslegan efnivið í könnunum sínum á breytilegum sjónarhornum, hliðarveruleika og hinseginleika. Um þessar mundir vinnur hún einkum með textíl. Diljá útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2021. Hún hefur sýnt verk sín bæði hérlendis sem erlendis og hlotið ferðastyrk frá Myndlistarmiðstöð fyrir vinnustofudvöl í Fíladelfíu árið 2022. Þar kviknaði áhugi hennar á textíl sem nálgun við málverkið og kynjafræðilegar áherslur. Hún er nú stödd í gestavinnustofu í Aþenu, Grikklandi þar sem hún tekur þátt í myndlistarverkefni. Diljá býr í miðbæ Reykjavíkur með maka sínum Sadie Cook og saman reka þær Gallery Kannski í Reykjavík. Diljá situr í stjórn Textílfélags Íslands.
Diljá Þorvaldsdóttir (she/her) uses various mediums to explore shifts in perspective, alternate realities, and queerness. At the moment she works predominantly with textiles. Diljá graduated with a BA in Fine Arts from The Iceland University of the Arts in 2021. She has shown nationally and internationally, and received a travel grant from the Iceland Arts Association to attend a residency in Philadelphia in 2022, where she first became interested in textile as a means of examination of gender bias and a form of painting. Diljá lives in downtown Reykjavik with her partner Sadie Cook. She and Sadie currently run Gallery Kannski. She is on the board of the Textile Association of Iceland.
N°10.
Inga Björk Andrésdóttir
inga@fa.is
www.instagram.com/iba_by_inga_bjork
IBA by Inga Björk | Facebook
Hringur á fingur, 2023
Verkið er tilraun í fullnýtingu á efnivið sem Inga vinnur með í aðrar vörur eða verk. Verkið er tilraun í að blanda saman óhefðbundnum efnivið í skart en einnig til að vinna á vistvænan hátt að skapa skart úr nýstárlegum efnivið.
Inga Björk Andrésdóttir er hönnuður og listakona sem sækir innblástur í steina og kristalla. Hún vinnur mikið með silkiþrykk, silfur og náttúrusteina sem og vatnsliti. Inga vinnur á vistvænan hátt og nýtir efnivið sinn vel og því eru verk hennar einstök og aldrei nákvæmlega eins.
A ring on the finger, 2023
The ring is an experiment in reducing and using all waste from her other artwork/products. This ring is an experiment in tying together unconventional material in jewelry making and creatively work in an ecological way.
Inga Björk Andrésdóttir is a designer and artist that is inspired by stones and crystals. She works with textile printing on silk, silver, crystals and watercolors. Inga chooses to work in a ecological way and therefore works also with reducing waste from her own artwork. Each piece of her artwork is never exactly the same.
N°11.
Edda Mac
tibivonhoppen@gmail.com
www.instagram.com/edda.mac
Að myndlistarnámi loknu sneri hún til Íslands þar sem hún lærði textílhönnun í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Eftir útskrift hefur hún aðallega
After returning to Iceland she studied textiles at Reykjavík School of Visual Arts. In the most recent years she has
mainly been working on drawings and textiles. She was on the board of The Icelandic Textile Association and has curated several group shows for the association since she became a member in 2016. Edda has participated in several group and solo exhibitions in Iceland, Sweden, France and South-Korea.
N°12.
Olga Bergljót Þorleifsdóttir
https://www.instagram.com/olgabergljot_textile/
olgabergljot@gmail.com
Fjallagrös …lækna …ylja …næra …umvefja, 2023
Íslensk ull
Á göngum mínum rýni ég oft í jörðina og veiti því smáa athygli, tek upp, skoða,nota hendur til að þreifa, þukla, finna og skilja, gríp hugmyndir og tek með heim. Síðan verður eitthvað verður til. Í þessu verki fékk ég hugljómun út frá Fjallagrösum (Cetraria
islandica). Fjallagrös eru fléttur sem vaxa á hálendi á norðlægum slóðum. Fyrir utan að vera falleg, vaxa á harðgerðum svæðum þá eru þau þekkt fyrir lækningarmátt sinn á margvíslegan hátt.
Olga Bergljót útskrifaðist frá Háskóla Íslands BEd, með textíl sem aðalfag. Hún stundaði síðar í nám við Myndlistaskólann í Reykjavík, Textíldeild og útskrifaðist þaðan árið 2012. Síðan þá hefur hún verið virk innan textílsamfélagsins á Íslandi – tekið þátt í yfir 20 samsýningum og haldið eina einkasýningu 2013, Huldan. Olga er félagsmaður í Textílfélaginu og sat í stjórn félagsins í nokkur ár. Hún er meðlimur í norrænu textílsamtökunum Nordic Textile Art (NTA) og setið í stjórn félagsins frá 2017-2023.
Hún er meðlimur í Sambandi íslenskra listamanna (SÍM) og Hönnunarmiðstöð. Á námskeiði í Haystack Mountain School of Crafts, US, varð ákveðinn vendipunktur í hennar textíllistsköpun. Hún uppgötvaði vafningaaðferð og hefur unnið mikið með hana síðan. Árin 2018-2021 var Olga ein af 11 listakonum sem standa að hönnunarversluninni Kirsuberjatrénu við Vesturgötu í Reykjavík. Innblástur sækir Olga mest til nærumhverfis og þess smáa sem verður á vegi hennar sem á bæði við form og liti.
Certain islandica…heal …warm …nourish …envelop, 2023
Icelandic wool
During my walks, I often look at the ground and give it a little attention, pick up, examine, use hands to feel, and understand, grab ideas and take them home. Then something will happen. In this work, I was inspired by mountain grasses (Cetraria islandica). Mountain grasses are lichens that grow on highlands in northern areas. Besides being beautiful, and growing in harsh areas, they are known for their healing properties in various ways.
Olga Bergljót is graduated from the University of Iceland BEd, majoring in textiles. Years later, she pursued further education at the textile department of the Art School in Reykjavík, and in 2012, she graduated from the program. Since then, she has remained active in the textile community within Iceland and throughout the Nordic region. She has participated in over 20 group exhibitions and showcased her work in a solo exhibition called „Huldan“ in 2013. Additionally, she is a member of the Icelandic Textile Association and was on board for several years. As a member of the Nordic Textile Art association (NTA), she served on the board for six years. She is a member of The Association of Icelandic Visual Artists (SÍM) and Icelandic Design and Architecture. In a course at Haystack Mountain School of Crafts in the United States, marked a significant turning point in her textile art creation, as she discovered a coiling method that has become a central focus of her work since then. From 2018 to 2021, she was one of 11 female artists who ran the designer store Kirsuberjatréð, Reykjavík. Olga draws inspiration mostly from her surroundings and the little things that come her way, both in terms of shapes and colors.
N°13.
Drífa Líftóra
drifaliftora@gmail.com
www.drifaliftora.is
www.instagram.com/drifa.liftora
Eiturfingur, 2023
Handþrykkt nælon
Væri neikvætt að geta spúð eitri út um fingurgómana?
Drífa Líftóra er fata- og textílhönnuður. Með menntun á bakinu úr Listaháskóla Íslands(BA) og Paris College of Art(MA) í fatahönnun og Myndlistaskólanum í Reykjavík(diplómu) í textíl finnst henni skemmtilegt að skapa bæði föt og myndlist sem hún fær yfirleitt innblástur fyrir frá skrímslum og furðusögum.
Poison finger, 2023
Would it be so bad to be able to shoot poison from your fingertips?
Drífa Líftóra is a fashion- and textile designer. With her education from Iceland University of the Arts (BA) and Paris College of Art(MA) in fashion and Reykjavík School of Visual Arts (diploma) in textiles she likes to create both clothing and art which is usually inspired by monsters and fantastic tales.
N°14.
Guðrún Kolbeins
gudrun.j.kolbeins@gmail.com
Guðrún Kolbeins Design
Kónguló, kónguló vísaðu mér á berjamó, 2023
Gullhúðaður málmþráður/perlur
Gullsmiður ( járnsmiður) vinur heimilisins, 2023
Gullhúðaður málmþráður/perlur
Guðrún Kolbeins útskrifaðist úr textíldeild Myndlista og handíðaskóla Íslands 1985. Gull útsaumur er listgrein í frjálsum útsaumi með málmþræði. Sumarið 2017 fór hún til Eistlands á námskeið þar sem hún lærði þessa listgrein
Spider, spider lead me to the berry moss, 2023
Gold plated metal thread/beads. The Icelandic name of the spider is „krosskónguló“ ( Araneus diadematus).
Goldsmith (Blacksmith ) friend of the home, 2023
Gold plated s metal threads/beads. The Icelandic name of the blacksmith is „járnsmiður“ (Nebria gyllenhali ).
Guðrún Kolbeins graduated from the Icelandic College of Art and Crafts with a degree in textiles in 1985. Goldwork embroidery is an art form of free embroidery with metal threads. During the summer of 2017, she went to Estonia for a course and learned the art of goldwork embroidery.
N°15.
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir
irisolof@hotmail.com
Textíll birtist okkur oftast sem flötur eða yfirborð með misjafna áferð, liti og munstur. Hann er mjúkur og frjáls og lagar sig að því yfirborði sem hann hjúpar. Grjótið er hart, þungt, óeftirgefanlegt og sviptir textílinn eiginleikum sínum. Hér gefa þræðirnir grjótinu nýtt og fínlegt yfirbragð.
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir er menntuð í textíl og textílforvörslu í Osló og Lundúnum. Íris Ólöf hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar.
Most often we see textiles as an area or surface with different texture, colours and patterns. It is soft and free and adjusts itself to the surface it covers. The rock is hard, heavy, unwavering and strips the textiles of its properties. It pins down the textile with its weight, limits its movements but the threads gives the surface of the stone new and delicate life.
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir got her education in textile work and textile conservation in Oslo and London. Sigurjónsdóttir has participated in several group exhibition and has held a few solo exhibitions.
N°16.
Hrafnhildur Sigurðardóttir
hrafsig@gmail.com
www.hrafnhildur.com
Net – Ný sjávarlífvera, 2023
Fundið net, 10x10x10 cm
Á göngu minni um strandir landsins hef ég nýlega fundið það sem ég hélt að væri einhversskonar ígulker eða sæbjúga. Mér til mikilla vonbrigða voru þetta ekki lifandi verur heldur bútar af netum sem orðin voru að þæfðum vafningum. Hér gefur að líta eitt slíkt afbrigði þessarar nýju sjávartegundar.
Frá árinu 2010 hefur Hrafnhildur Sigurðardóttir að mestu notað endurunnin efni í verk sín, efni sem hún finnur á göngu sinni á ströndinni og úti í náttúrunni í hinum ýmsu löndum. Með verkunum sýnir hún okkur hvar betur mætti fara og oftast með húmorinn og hæðni í fararbroddi. Hér getur að líta eitt slíkt verk úr efnivið sem hún hefur nýverið safnað. Titill verksins vísar í nátturuna í kringum okkur, sjóinn og sjávarlífið, sem við sýnum ekki nægilega virðingu í umgengni okkar við – með þeirri von að við tökum okkur öll á í þeim efnum í náinni framtíð.
Net – the New Ocean Species, 2023
Found fishing net. 10x10x10 cm
On my walks of the beaches of the country’s shores I have recently found what I thought was some kind of sea urchin or sea cucumber. To my great disappointment, these were not living creatures but pieces of netting that had become felted coils. What you see here is one such variation of this new marine species.
From the year 2010 Hrafnhildur Sigurðardóttir has mainly used recucled materials in her works, materials she fins on her walks on the beach and in nature in various countries. With her works, she shows us where we could do better, usually with humor and a bit of tongue in cheek. The work on dispay is made from materials that she has collected recently. The title of the work refers to the nature around us, the ocean and marine life, which we do not show enough respect for – in the hopes that we will all do better in the near future.
N°17.
Margrét Guðnadóttir
margretgu@internet.is
Hótel jörð / Mother earth, 2023
Ofið úr fínum tágum og leikið með litlu fólki – íbúum jarða, það er pláss fyrir okkur öll.
Woven with thin thread and played with tittle people – the earth´s inhabitants
Margrét Guðnadóttir is a versatile designer based in Reykjavik, Iceland, where she emphasizes on mixed media. Her work includes lamps, reed sculptures, plexi creations, and last but not least, music boxes with Icelandic folk songs. She primarily works with reed, paper cord, wood and plexi.
N°18.
Helga Rut Einarsdóttir
helga_einars@hotmail.com
instagram: @helga_rut og @roots__design
Helga segir; textíllinn er minn leir, teikningin mitt tjáningaform og formin að hverju sinni, tilraun til að túlka einhverskonar losun úr mínu hjarta. Það er eitthvað með að tjá sig í textílinn og móta hann á þá vegu sem við erum ekki vön sem ég heillast að. Mig langar að segja frá á minn hátt. Ég er mjög hvatvís þegar hugur og hönd vinna saman og eitt leiðir að öðru.
Goggur, 2023
Ferhyrnt, óunnið, mjúkt, meðhöndlað, hart
Brjóta
brjóta
brjóta
brjóta
horn í horn… snúa við
Brjóta
brjóta
brjóta
brjóta
móta, marglaga, miðja, skreyta, loka, þrýsta, opna, val
gulur, rauður, grænn eða blár
1,2,3,4
skipun
;ybba gogg= brúka munn, mótmæla, rífa sig, andmæla með gjammi…
———-
Helga says; the textile is my clay, the drawing my form of expression and the shapes at each time, an attempt to interpret some kind of release from my heart. There is something about expressing oneself in the textile and shaping it in ways that we are not used to that I am fascinated by. I want to tell in my own way. I am very impulsive when mind and hand work together and one thing leads to another.
Beak, 2023
Square, raw, soft, treated, hard
break
break
break
break
corner to corner… turn around
break
break
break
break
shape, layered, center, decorate, close, press, open, select
yellow, red, green or blue
1,2,3,4
command
;ybba gogg= shout, protest, argue, object…
N°19.
Gerður Guðmundsdóttir
gerdurg@gmail.com
gerdurgudmundsdottir.com
Talnadans, 2023
Tölur bregða á leik og taka villtan dans. Hér ríkir óheft gleði sem skýst út í alheiminn.
Efni: Ull, vír, tölur, pappír, gervileður
Stærð: Lengd 9,5 cm Breidd 8,1 cm Hæð 6 cm
Gerður útskrifaðist frá Hand og Myndlistaskóla Íslands árið 1991 úr textíldeild og var einnig í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur síðan tekið þátt í sýningum á Íslandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Finnlandi, Bandaríkjunum, Litháen, Tyrklandi og Suður-Kóreu.
Buttons play and dance wildly, 2023
There is unbridled joy that bursts into the universe.
Gerdur Gudmundsdottir studied at the Art Academy of Reykjavík and graduated from the Icelandic College of Art and Craft, Textile Department, Reykjavík, 1991. Since graduation Gerdur has participated in various exhibitions in Iceland, Denmark, France, Germany, Finland, United States, Lithuania, Turkey and Korea.
N°20.
Guðrún Hadda Bjarnadóttir
gudrunhadda@gmail.com
sides.google.com/view/dyngjan-listhus
Næfur, 2023
Næfur klæðir birkið, með mismunandi brúnum tónum en einnig hvítum og gráum lit. Norðan megin á stofninum, þar nærir rakinn mosann sem skreytir með sínum fagra græna og gráa lit.
Áhugasvið Guðrúnar Höddu er allt sem tengist sköpun og náttúru. Hún vinnur gjarnan úr efnum úr sínu nánasta umhverfi, nýtir það sem til fellur og endurnýtir. Málverkin og vefnaðurinn eru þó einnig unnin úr nýju innlendu og innfluttu efni. Hún er með vinnustofu og sölugallerý Dyngjuna-listhús í Eyjafjarðarsveit sem er opið öllum flesta daga ársins
The bark covers the birch, with different shades of brown but also white and gray color. On the north side of the trunk, there the moisture nourishes the moss which decorates with its beautiful green and gray color.
Guðrún Hadda’s field of interest is everything related to creation and nature. She likes to work with materials from the immediate environment, taking advantage of what is available and reusing it. However, the paintings and textiles are also made from new domestic and imported materials. She has a studio and sales gallery Dyngjan-listhús in Eyjafjörður which is open to everyone most days of the year.
N°21
Anna Gunnarsdóttir
annagunn.iceland@gmail.com
annagunnarsdottir.com
https://instagram.com /hvitspoi
Kuðungur, 2023
Handþæfð ull og koparvír.
Anna er textillistakona sem hefur unnið að list sinni yfir 35, ár. Hún vinnur aðalega með ull sem hún formar og blandar með hinum ýmsu efnum. Verk hennar hafa verið valin inn á sýningar víðs vegar um heiminn.
Shell, 2023
Hand felted wool and copper wire.
Anna Gunnarsdottir is a Textile Artist. Focusing on the traditional felt making technique, Anna combines it with a contemporary, fresh approach. She has developed her own unique way of felting, Anna´s work is based on the idea of light and shadow, creating large sculptures and 3D wall pieces for both indoor and outdoor use.