Fyrirlestur á Textílverkstæði á Korpúlfsstöðum.
Austé Jurgelionyté-Varné heldur fyrirlestur um sig og myndlistahópinn Baltos kandys / Hvítu mölflögurnar næstkomandi föstudag 29.október hjá Textílfélaginu á Korpúlfsstöðum.
Hópurinn hefur verið leiðandi afl í nútímatextíllist með innsetningum sínum, skúlptúrum, videolist, gjörningum og ljósmyndum. Gjörningalist með áherslu á textíl er aðalmiðill hópsins sem hvetur áhorfendur með verkum sínum til að skoða eigið hlutverk í neyslusamfélagi nútímans. Markmið hópsins er einnig að stuðla að fjölmenningu og nota hefðir og handverk til listsköpunar. Hópurinn hefur frá upphafi horft mikið til eiginleika ullarinnar og notað hana til að gera skúlptúra. Á sama tíma hefur hann notað vídeólist til að skrásetja athafnir sínar og einnig til að ,,dáleiða” áhorfendur með endurteknum hreyfingum.
Fyrirlesturinn hefst kl: 20:00. Allir velkomnir.
 
Hægt verður að kaupa kaffi/te og vöfflur og styrkja með því rekstur verkstæðisins.