Fimmtudaginn 17. október verður blásið til afmælisopnunar í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu 4. Textílfélagið er 45 ára á árinu og að því tilefni verða sýnd 45 verk eftir 45 félaga. Opnunin verður milli 17:00 og 19:00 en sýningin stendur áfram á opnunartímum Kirsuberjatrésins til og með 30. október. Velkomin/n að koma og fagna með okkur!