Aðalfundur Textílfélagsins var haldinn laugardinn 13.maí á Akureyri. Dagskrá helgarinnar var frábær, sýningarstaðir skoðaðir, og vinnustofur textíllistakvenna. Mótttökur voru frábærar og stemning stórkostleg. Myndir og fundargerð aðalfundar verður birt mjög fljótlega.
Þann 7. maí opnar Listasafnið á Akureyri sérstaklega spennandi sýningu sem er yfirlitssýning á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur. Undanfarið hefur Kristín leitað nýrra leiða til að opna myndheim sinn og í myndlist hennar hafa orðið róttækar breytingar. Hún hefur lagt olíumálverkið á hilluna, í bili að minnsta kosti, og snúið sér að útsaum á striga.