Adalbjorg

 

AFMÆLISSÝNING AÐALBJARGAR ERLENDSDÓTTUR

Aðalbjörg Erlendsdóttir, Budda, opnar sýningu þann 27. September milli kl: 16:00 – 18:00 að tilefni af 50 ára afmæli sínu. Sýningin verður á Kaffi Loka, Lokastíg 28, 101 Reykjavík.
Á sýningunni verða landsslagsmyndir málaðar á silki.

 

Kristveig_leyfi_nr

 

LEYFI NR: 814

Kristveig Halldórsdóttir opnar sýninguna – Leyfi nr: 814 – í vestursal á annari hæð, í START ART listamannahúsi, fimmtudaginn 25. september. Í júlí mánuði árið 2006 fylgdi Kristveig daglangt hópi hreindýraveiðimanna um hlíðar fjalla í Geithellnadal, veiðisvæði 7 og ljósmyndaði atburði ferðarinnar. Sýningin í START ART er sjötta einkasýning listakonunnar, sýningunni lýkur 29.okt.