Textílfélagið var stofnað árið 1974 og fagnar 40 ára afmæli sínu í ár.
Félagið er eitt af aðildarfélögum SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna og er eitt þeirra félaga sem stendur að Hönnuarmiðstöð Íslands.
Félagið var stofnað af starfandi textíllista- konum ásamt kennurum og nemendum textíldeildar Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Í dag eru félagskonur 75 talsins.
Eitt af aðalmarkmiðum félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og kynna list þeirra og hönnun á innlendum og erlendum vettvangi.
Ath. einnig verður opið helgina 18. og 19. okt. frá kl. 14 til 17.