SAMTVINNAÐ, sýning í Anarkíu

SAMTVINNAÐ Textílfélagið opnaði sýninguna SAMTVINNAÐ í Anarkíu listasal í Kópavogi laugardaginn 29. okt 2016. Tuttugu og þrjár félagskonur tóku þátt í þessari sýningu og sýndu bæði myndverk og hönnun. Þær sem áttu verk á sýningunni eru: Aðalbjörg Erlendsdóttir, Anna Gunnarsdóttur, Auður Vésteinsdóttir, Ásta V. Guðmundsdóttir, Bryndís G. Björgvinsdóttir, Guðlaug Halldórsdóttir, Guðrún J. Kolbeins, Guðrún Hadda […]
Ásta V. Guðmundsdóttir og Takuya Komaba í Vilnius sumarið 2016

Ásta V. Guðmundsdóttir sýndi verk í samvinnu við Takuya Komaba frá Japan í Vilnius í Litháen sumarið 2016. Verkin eru úr bambus, hör, silki, bómull og hrosshári.
Smáverk Helgu Pálínu

Helga Pálína Brynjólfsdóttir sýndi smáverk í Skúmaskoti á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs í maí 2016. Verkin eru unnin i tré og móberg, vafin eða saumuð með hörþræði. Verkin vísa í vorið, þegar litur og líf skríða fram úr gráma vetrarins.
2016 – FLÓÐ á Hönnunarmars

FLÓÐ. Textílfélagið tók þátt í Hönnunarmars 2016 og hélt sýningu á Seltjarnarnesi. .
2014 Fyrirlestur á Textílverkstæðinu Korpu

Þriðjudagskvöldið 14.okt heldur Eygló Harðardóttir myndlistarkona fyrirlestur á textílverkstæðinu KORPU. Þar ræðir hún um skynjun (þann sem horfir), ólíka uppsprettu lita, áhrifin sem litir hafa á hvern annan og hversu flókin þrívíð litaupplifun getur verið miðað við þá tvívíðu. Aðgangur ókeypis.
2014 Afmælissýning Textílfélagsins í SÍM salnum

Textílfélagið var stofnað árið 1974 og fagnar 40 ára afmæli sínu í ár. Félagið er eitt af aðildarfélögum SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna og er eitt þeirra félaga sem stendur að Hönnuarmiðstöð Íslands. Félagið var stofnað af starfandi textíllista- konum ásamt kennurum og nemendum textíldeildar Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Í dag eru félagskonur 75 talsins. […]