Austė Jurgelionytė-Varnė og hvítu mölflögurnar .

Fyrirlestur á Textílverkstæði á Korpúlfsstöðum. Austé Jurgelionyté-Varné heldur fyrirlestur um sig og myndlistahópinn Baltos kandys / Hvítu mölflögurnar næstkomandi föstudag 29.október hjá Textílfélaginu á Korpúlfsstöðum. Hópurinn hefur verið leiðandi afl í nútímatextíllist með innsetningum sínum, skúlptúrum, videolist, gjörningum og ljósmyndum. Gjörningalist með áherslu á textíl er aðalmiðill hópsins sem hvetur áhorfendur með verkum sínum til […]

Kynning á Textílfélaginu

Textílfélagið  er með opið hús á  sama tíma og Torg Listamessa Reykjavík verður haldin dagana 22.-31. október á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum. Mikill áhugi er á námskeiðum félagsins og þeirri starfsemi sem félagið býður upp á og munu félagsmenn kynna sig og félagið þessa daga.  

Haustnámskeið á Textílverkstæðinu.

Samfélagsmiðlar: Instagram og Facebook (25.september) Nemendur kynnast þeim mögleikum sem eru í boði á samfélagsmiðlum og ná tökum á þeim tólum og tækjum sem að í boði eru. Námskeiðið verður bæði hagnýtt og einstaklingsmiðað.Kennari: Helga Björg Kjerúlf Skráning: http://tex.is/namskeid/samfelagsmidlar-instagram-facebook/ Textíll: saga og þróun (7.,12. og 14.október) Textílsögunámskeið þar sem farið yfir þróun textílhandverks og sögu […]

Opnunarteiti miðvikudaginn 25. ágúst

Textílverkstæðið Korpa Verið velkomin á opnun nýja verkstæðis Textílfélagsins á Korpúlfsstöðum miðvikudaginn 25. ágúst. Allir velkomnir!

Sumarnámskeið

Í sumar býður Textílfélagið upp á námskeið í júlí og ágúst. Fyrst verður þriggja daga námskeið, 5.-7. júlí, í jurtalitun og bókagerð. Nemendur læra grunnatriði litunar með notkun íslenskra jurta og hjálparefna sem gefa mismunandi tóna. Jurtalitirnir verða áfram notaðir í öðrum hluta námskeiðsins þar sem kenndar verða ýmsar mismunandi aðferðir við bókagerð. Annað þriggja daga námskeið […]

2021 – TEXTIL-RIT 19. – 23. maí

TEXTIL – RIT 19. – 23. maí 2021 Samsýning Textílfélagsins á Hönnunarmars Kolagötu 2, Reykjavík Þátttakendur; Aðalheiður Alfreðsdóttir, Andrea Fanney Jónsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Annamaria Lind Geirsdóttir, Ásdís Birgisdóttir, Bethina Elverdam Nielsen, Edda Mac, Herdís Tómasdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir, Judith Amalía Jóhannsdóttir, Karin María Sveinbjörnsdóttir, Kristveig Halldórsdóttir, Margrét Friðjónsdóttir, Margrét Guðnadóttir, Päivi Vaarula, Ragnheiður Björk […]