Bóka vinnustofur
Vinnustofa Textílfélagsins er eingöngu ætluð félagsmönnum Textílfélagsins. Á vinnustofunni eru tvö stór vinnuborð, eldhús þar sem nóg er til af pottum, hitahellum, gott gufustraujárn, dampur og fleira. Þar eru einnig tveir djúpir vaskar ásamt minni kaffivaski, uppþvottavél og ísskáp. Mikilvægt er að ganga alltaf vel um og eftir sig í lok dags.
Hér eru myndir af vinnusvæðunum, í kjallara er pappírs-hollander, einnig þvottavél og þurrkari. Nú er hægt að panta vinnusvæði, velja daga og borga fyrirfram fyrir aðgang á Textílverkstæðið. Með því að virkja félagsmenn til að nýta sér aðstöðuna þá getum við borgað leigu og síðar bætt aðstöðuna okkar.