FÖTIN OKKAR OG FRAMTÍÐIN

9.500kr.

6 plass laus

Lýsing

Sigrún Sandra Ólafsdóttir miðlar fróðleik og niðurstöðum meistaraverkefni í menningarmiðlun við Háskóla Íslands. En þar skoðaði hún umhverfisáhrif textíls, nútíma framleiðsluhætti textíls og neikvæð áhrif þeirra á umhverfis- og samfélagsþætti og rýnir í þá markaðslegu og sálfræðilegu hvata sem leggja að baki fataneyslu.

Í kjölfar fyrirlesturs og umræðna verður Vinnustofa í fataviðgerðum með japönsku aðferðunum boro og sashiko. Þessar aðferðir eru þekktar frá 16. öld í Japan til þess að gera við föt og til þess að búa til nýtt efni með því að leggja saman lög af efnum og endurnýta þannig slitnar og gamlar flíkur.

Allur efniviður í prufugerð í viðgerðum er á staðnum, sem dugir til þess að læra aðferðirnar. Þátttakendur geta komið með flíkur til að laga ef þeir vilja – og sína eigin nál, þráð og skæri.

Kennarar: Sigrún Sandra Ólafsdóttir og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir

Staður: Verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavík

Tími: Miðvikudagur 22. maí kl. 19:00-21:00

Þátttökugjald 9.500

Kaffi og te á staðnum, en þátttakendur eru hvattir til að taka með sér nesti. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 en lágmarksfjöldi 6.