Lýsing
Kennt verður að flétta körfu úr melgresi, markmiðið með efnisvalinu er að nýta auðlindir náttúrunnar, melgresi og gras. Einnig verður fræðsla um efnivið úr okkar nánasta umhverfi og hvernig best er að bera sig til við að verka hann. Aðferðina við körfugerðina má síðan nýta á fjölbreyttan hátt.
Kennari á námskeiðinu er Guðrún Pétursdóttir
Kennt verður laugardaginn 11. mars frá kl. 10:00-13:00
Kennsla fer fram á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavík
Verð fyrir námskeiðið er 10.500 krónur (15% áfsláttur fyrir félaga í Textílfélaginu)
Innifalið er efni í litla körfu (1.500)
Hámarksfjöldi nemenda er 10 en lágmarksfjöldi er 6
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda línu á textilfelagid@gmail.com