Leikbrúður

42.000kr.

Fyrirbærið leikbrúður kveikja endalaust á ímyndun hjá börnum og fullorðnum. Það að búa til sína eigin leikbrúðu í talsvert löngu ferli tekur þann sem vinnur í ímyndað ferðalag sem getur tekið ýmsar stefnubreytingar á leiðinni. Jafnframt skapandi ferli vinnu lærir sá sem tekur þátt að vinna með handverk á skapandi hátt. Leikbrúðan getur gegnt mikilvægu hlutverki bæði hvað varðar að kynnast verkþáttum og hráefnum við að hanna leikbrúðuna og eins notkunarmöguleikum þegar hún er fullgerð. Hún verður að sögupersónu sem hægt er að nýta á mjög svo fjölbreyttan hátt í kennslu og samþætta þannig list- og verkgreinar við almennt skólastarf.

SKU: 15 Category:

Lýsing

Að vinna með sköpun og samþættingu í gegnum leikbrúðu- og sögugerð.
Leikbrúður kveikja á einstakan hátt á ímyndunarafli barna og fullorðinna. Leikbrúðugerð tekur nemanda í skapandi ferðalag sem getur tekið ýmsar stefnubreytingar á leiðinni. Í ferlinu frá fyrstu hugmynd að lokaafurð mætast hönnun og fjölbreytt handverk á gjöfulan hátt. Þegar brúðan hefur litið dagsins ljós eru möguleikarnir óendanlegir í þverfaglegri kennslu og skapandi leik. Sem dæmi má nefna sýningar byggðar á sagnfræðiþemum, myndbandagerð og tónlistarverkefni.

Kennarar námskeiðsins eru:
Ólöf Ágústína Stefánsdóttir, textíl – og almennur grunnskólakennari.
Ólöf hefur lokið framhaldsnámi í list- og verkgreinum frá Háskóla Íslands, ásamt textílhönnun í Danmörku og Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur mikinn áhuga á samþættingu námsgreina og skapandi vinnu með nemendum. Síðustu ár hefur hún þróað gerð leikbrúða með nemendum á ýmsum aldri út frá mismunandi hæfniviðmiðum. Hún starfar nú að eigin textílhönnun þar sem áherslan er á hugmyndalist, að útvíkka það sem gæti talist vera textíllist og finna snertifleti við aðrar listgreinar.

Sigríður Sunna Reynisdóttir, leikmynda- og búningahönnuður.
Sigríður Sunna útskrifaðist frá Royal Central School of Speech and Drama í London árið 2012, af brúðuleikhús- og sviðslistabraut. Hún hefur æ síðan hannað leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir fjölbreytt sviðsverk og starfað jöfnum höndum í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu, ásamt því að framleiða eigin verk. Sunna hefur verið gestakennari við Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Lýðskólanum á Flateyri.  Hún er stofnandi og listrænn stjórnandi ÞYKJÓ hönnunarteymisins sem vinnur að þverfaglegum menningar- og fræðsluverkefnum með þarfir barna að leiðarljósi.

Aðferðir við leikbrúðugerð:
Höfuð og ýmsir hlutar leikbrúðu eru þæfðir úr kembu og mótaðir með þæfingarnálum. Búkur er saumaður úr efnisbútum (fundinn textíll), ef gerð er stangarbrúða þá eru pinnar notaðir til að stjórna brúðunni.

Hráefni og áhöld:
Kemba í ýmsum litum, þæfingarnálar og handföng f. þæfingarnálar, bambusstangir, ýmsir efnisbútar, saumnálar, tvinni og skæri.

Kennt verður laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. október kl. 9:00-15:00
Kennsla fer fram á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum Thorsvegi 1, 112 Reykjavík.

Verð fyrir námskeiðið er 42.000 krónur (15% áfsláttur fyrir félaga í Textílfélaginu). Þátttakendur geta keypt þæfingarnálar og kembu. Eitt kíló kemba kostar 3.900 kr. og stakar þæfingarnálar 230 kr. Ýmsir efnisbútar verða einnig á staðnum.

Hámarksfjöldi nemenda er 15. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda línu á textilfelagid@gmail.com