Munsturgerð og þrykk 18.-19. febrúar

39.500kr.

Lýsing

Farið verður yfir helstu tegundir mynstra og hvernig skal búa þau til með lagskiptingu í brennipunkti til að ná fram dýpt og góðu flæði. Þá verður lögð sérstök áhersla á silkiþrykksaðferðina og hvernig sé best að ná skapa mynstur í ramma. Einnig verður boðið upp á grunnkennslu í þrykki á efni með opnum ramma.

Kennari á námskeiðinu er Drífa Líftóra Thoroddsen

Kennt verður laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. febrúar kl. 10:00-16:00 báða dagana.

Kennsla fer fram á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavík.

Verð fyrir námskeiðið er 39.500 (15% ásláttur fyrir félaga í Textílfélaginu).

Þrykklitir eru innifaldir en nemendur geta komið með efni til að þrykkja á eða keypt það á staðnum. Nauðsynlegt er að koma með svuntu og hanska. 

Kaffi og te á staðnum en gott er að taka með nesti.

Nemendur geta komið með tölvu ef þeir hafa aðgang að forritum og geta notað þau.

Hámarksfjöldi nemenda er 12 en lágmarksfjöldi er 6.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda línu á textilfelagid@gmail.com