ÚTÍ BLÁINN

9.500kr.

7 plass laus

Lýsing

Vinnustofa í cyanotype tækni sem hvetur þátttakendur  til að blása nýju lífi í gamlar flíkur eða heimilistextíl en þátttakendur eru hvattir til að taka með sér flík eða efni sem þeir vilja flikka uppá. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði og fjölbreytta möguleika cayanolitunar á textíl og hvernig stýra má útkomunni upp að vissu marki.

Kennarar námskeiðsins eru Gudrita Lape, myndlistarkona með séstaka áhuga og áherslu á notkun jurta í víðum skilningi, lífefna textíl og endurnýtingu. Piotr Miazga er ljósmyndari að mennt og myndrænn sögumaður með áherslu á myndbyggingu og lýsingu sem nýtist vel í cyanotype tækninni og eykur fjölbreytileika. Hægt er að hafa samband við Gudritu fyrir nánari upplýsingar info@gudritalape.com

Kennarar: Gudrita Lape og Piotr Miazga

Smiðjan verður á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavík

Miðvikudaginn 29. maí kl. 18-21

Þátttökugjald er 9.500 og efnisgjald 1.500

Kaffi og te á staðnum en þátttakendur hvattir til að taka með sér nesti.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 og lágmark 6. Námskeiðið er kennt á ensku.