Norrænt textílþing á Norðurlandi 5.-8.júni 2024

NORRÆNT TEXTÍLÞING Efni og aðferðir 5.-8. júní 2024  Norrænt textílþing, umvafin náttúru Norðurlands. Þingið fer fram í Eyjafirði með viðkomu á Akureyri, Hjalteyri, Fífilbrekku og Blönduósi svo fátt eitt sé nefnt. Fimmta júní – Miðvikudagur Textíl ævintýri og náttúra. Við byrjum daginn á rútuferð frá Reykjavík til Blönduóss og njótum íslenskrar náttúru á leiðinni. Hádegisverður […]

Námskeið í júní á Textílverkstæðinu

Drífa Líftóra

Textílfélagið býður upp á þrjú skemmtileg námskeið í júnímánuði. Námskeiðin henta bæði þeim sem hafa þekkingu á textílgerð sem og byrjendum. Kennararnir eru sérfræðingar á sínu sviði og verða öll námskeiðin haldin á Textílverkstæðinu á Korpúlfsstöðum. Námskeiðin fjögur eru: munsturgerð, tvö ólík körfugerðarnámskeið og þriggja daga námskeið í jurtalitun og bókagerð. Hér er að finna […]

2023 Legg í lófa, hönnunarmars

Legg í lófa – Hönnunarmars 3. – 7. maí, 2023 Tuttugu og eitt ör-handverk verða afhjúpuð í Rammagerðinni í Hörpu í maí. Þeim er komið fyrir í litlu rými á hjólum, sem er rúmlega einn rúmmeter að stærð. Hægt er að fylgjast með verkunum í gegnum lítil göt á rýminu. Efnistökin eru fjölbreytt; verkin eru […]

sam(t)vinna – samsýning Textílfélagsins á Hlöðuloftinu 1.- 23.apríl

sam(t)vinna – samsýning Textílfélagsins á Korpúlfsstöðum 1.-23.apríl 2023 Við bjóðum alla hjartanlega velkomna á opnun sýningarinnar sam(t)vinna þann 1.apríl næstkomandi frá 14:00 til 16:00 Þar verða samtöl og samvinna meðlima sett í forgrunn. Ferli var sett af stað þar sem þátttakendum var boðið að mynda pör og vinna að því að finna sameiginlegan flöt í […]

Austė Jurgelionytė-Varnė og hvítu mölflögurnar .

Fyrirlestur á Textílverkstæði á Korpúlfsstöðum. Austé Jurgelionyté-Varné heldur fyrirlestur um sig og myndlistahópinn Baltos kandys / Hvítu mölflögurnar næstkomandi föstudag 29.október hjá Textílfélaginu á Korpúlfsstöðum. Hópurinn hefur verið leiðandi afl í nútímatextíllist með innsetningum sínum, skúlptúrum, videolist, gjörningum og ljósmyndum. Gjörningalist með áherslu á textíl er aðalmiðill hópsins sem hvetur áhorfendur með verkum sínum til […]

Kynning á Textílfélaginu

Textílfélagið  er með opið hús á  sama tíma og Torg Listamessa Reykjavík verður haldin dagana 22.-31. október á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum. Mikill áhugi er á námskeiðum félagsins og þeirri starfsemi sem félagið býður upp á og munu félagsmenn kynna sig og félagið þessa daga.