Endurnýtum efni – námskeið vor 2024

NÝTUM OG NJÓTUM   –   Námskeið á verkstæði Textílfélagsins á Korpúlfsstöðum SKAPANDI FATAVIÐGERÐIR Textílhönnuðurinn og listakonan Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí býður upp á opna smiðju í skapandi fataviðgerðum með áherslu á prjónuð efni. Smiðjan gefur innsýn í þær aðferðir og nálganir sem Ýrúrarí notar í sínum verkum með áherslu á útsaum, prjón og nálaþæfingu. […]

Norrænt textílþing á Norðurlandi 5.-8.júni 2024

NORRÆNT TEXTÍLÞING Efni og aðferðir 5.-8. júní 2024  LOKAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR SKRÁNINGU Norrænt textílþing, umvafin náttúru Norðurlands. Þingið fer fram í Eyjafirði með viðkomu á Akureyri, Hjalteyri, Fífilbrekku og Blönduósi svo fátt eitt sé nefnt. Fimmta júní – Miðvikudagur Textíl ævintýri og náttúra. Við byrjum daginn á rútuferð frá Reykjavík til Blönduóss og njótum […]

Námskeið í júní 2023 á Textílverkstæðinu

Textílfélagið býður upp á þrjú skemmtileg námskeið í júnímánuði. Námskeiðin henta bæði þeim sem hafa þekkingu á textílgerð sem og byrjendum. Kennararnir eru sérfræðingar á sínu sviði og verða öll námskeiðin haldin á Textílverkstæðinu á Korpúlfsstöðum. Námskeiðin fjögur eru: munsturgerð, tvö ólík körfugerðarnámskeið og þriggja daga námskeið í jurtalitun og bókagerð. Hér er að finna […]

2023 Legg í lófa, hönnunarmars

Legg í lófa – Hönnunarmars 3. – 7. maí, 2023 Tuttugu og eitt ör-handverk verða afhjúpuð í Rammagerðinni í Hörpu í maí. Þeim er komið fyrir í litlu rými á hjólum, sem er rúmlega einn rúmmeter að stærð. Hægt er að fylgjast með verkunum í gegnum lítil göt á rýminu. Efnistökin eru fjölbreytt; verkin eru […]

sam(t)vinna – samsýning Textílfélagsins á Hlöðuloftinu 1.- 23.apríl

sam(t)vinna – samsýning Textílfélagsins á Korpúlfsstöðum 1.-23.apríl 2023 Við bjóðum alla hjartanlega velkomna á opnun sýningarinnar sam(t)vinna þann 1.apríl næstkomandi frá 14:00 til 16:00 Þar verða samtöl og samvinna meðlima sett í forgrunn. Ferli var sett af stað þar sem þátttakendum var boðið að mynda pör og vinna að því að finna sameiginlegan flöt í […]