korpulfsstadirhaust

 

KorpArt hópurinn á Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum í Grafarvogi mun opna vinnustofur sínar laugardaginn 2.október frá kl. 13.00 til 17.00.

Gestum gefst tækifæri á að spjalla við listamennina og hönnuðina um verk þeirra, en mikil fjölbreytni er þar ríkjandi, s.s. málverk, leirlist, textíll, hreyfimyndir, grafísk hönnun og landslagsarkitektúr.  Kaffi og meðlæti verður til sölu í Rósukaffi á hóflegu verði.   Í vetur verða opin hús fyrsta laugardag í mánuði að janúar undanskildum, eins og undanfarin ár, með breytilegum sýningum og uppákomum.  

Allir  eru velkomnir. 

bara DESIGN, Bjargey Ingólfsdóttir, hefur opna vinnustofu Garðatorgi 3, (göngugatan, verður opin frá kl 11-16, laugardeginum 2. október.

Sýning, VATNS-LEIÐSLA í Listasal Garðabæjar, fyrir ofan Bókasafnið á Garðatorgi 7. 
Sýningin er opin frá kl 13-17 alla daga nema mánudaga og lýkur þann 10. október

“Svartfugl og Hvítspói” Brekkugötu 3a , Akureyri, verður opin frá kl 13 – 17.
Anna Gunnarsdóttir textil  og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir grafík.