Elizabeth Johnston verður með erindi um Hjaltlenska prjónahefð þann 21.nóvember n.k. á Textílverkstæðinu Korpu, Korpúlfsstöðum. Í fyrirlestrinum ætlar Elizabeth að fara í gegnum Hjaltneska prjónasögu og munum við fylgja prjónlesinu frá elstu fundum til dagsins í dag. Fyrirlesturinn fer fram á ensku en Hildur Hákonardóttir veflistakona mun vera fyrirlesara innan handar með þýðingu og útskýringar.

Fyrirlestur: sunnudaginn 21.nóv. kl. 20.oo. Breytt staðsetning: SJÓMINJASAFN REYKJAVÍKUR, GRANDAGARÐI. 
MASTERCLASS námskeið: mánudaginn 22. nóvember kl. 17.30- 22.00.
AUKANÁMSKEIÐ: miðvikudaginn 24. nóv. kl.17.30. 
STAÐUR: Textílverkstæði Korpa, Korpúlfsstaðir. (gengið upp rampinn hægra megin séð frá bílastæði).
Skráning: textilsetur@simnet.is og í s. 894-9030.

MIKIL SKRÁNING ER ÞVÍ HÖFUM VIÐ BÆTT VIÐ NÁMSKEIÐI. sjá hér að ofan.

Verð: fyrirlestur 1.000 kr., námskeiðið 5.000 kr.    Bæði: 5.500 kr.
Gjaldið má leggja inn á reikn. 0307-26-680 kt.680405-1150. Prentið út staðfestingu.

Sjá nánari lýsingu á fyrirlestri og námskeiði hér.

Elizabeth Johnston er spuna- og prjónasérfræðingur frá Hjaltlandsseyjum. Hún er stödd hér á landi í lok nóvember að vinna verkefni um kljásteinavefstaðinn sem er samstarfsverkefni Hildar Hákonardóttur veflistarkonu, Elizabethar og Austureyjasafnsins í Noregi.

Elizabeth er mjög virt í heimalandinu fyrir mikla þekkingu á tóvinnu og spuna og hjaltneskum prjónaaðferðum. Hún lærði sín fræði í barnæsku þar sem tóvinna og prjón var stundað til tekjuöflunar á heimili hennar og hjá stórfjölskyldu. Opnaði hún verslun sem selur handspunnið garn og handunnar flíkur.

Mikill áhugi á textílsögu Hjaltlandsseyja varð til þess að hún starfi við fornleifarannsóknir við Scatness Iron Age Village og Brough, á Hjaltlandseyjum. Sem sérfræðingur í spuna- og vefnaði hefur hún endurgert og leiðbeint við forna textíla frá tímabilinu 400 BC til 700 AD. Þekking Elizabethar er víðtæk og fjölbreytt, hún stundar rannsóknir og rekur lítið fyrirtæki, Shetland Handspun, þar sem hún selur eigin hönnun á flíkum og sjölum og ásamt handspunnu og jurtalituðu bandi.

Birt 21. nóvember 2010 á vef Textílsetursins