Textillistakonan Heidi Strand sýnir nú verk sín á einkasýningu í ráðhúsinu í Høje-Taastrup í Kaupmannahöfn.
Í sumar barst Heidi boð um að sýna verk sín í sýningarsal ráðhússins í Høje-Taastrup, vestasta hluta Stór-Kaupmannahafnar. Sýningin var formlega opnuð fimmtudaginn 31. janúar og verður opin á sama tíma og ráðhúsið allan febrúarmánuð, það er alla virka daga til kl. 16 nema fimmtudaga til kl. 18. Ráðhúsið er rétt hjá Høje-Taastrup lestarstöðinni.
Heidi sýnir þar 33 veggverk, flest unnin á árunum 2004 til 2008, en einnig fáein eldri verk. Þema sýningarinnar er Ísland og íslensk náttúra, ís, líf og land.
Þetta er 20. einkasýning Heidi en hún hefur auk þess átt verk á alls um 25 samsýningum í Evrópu, Ameríku og Japan.
Nánari upplýsingar um listakonuna má fá á vefsetri hennar, www.heidistrand.com, og á vefsetri SÍM, umm.is.
Hér er kynning á sýningunni í Høje-Taastrup: sjá hér