Fáeinar breytingar hafa í stjórn og nefndum Textílfélagsins frá aðalfundi í vor. 
Stjórnarfundur var haldinn í lok vel heppnaðrar heimsóknar bresku nefndarinnar og stjórn, sýningarnefnd og Korpunefnd ræddu ýmis mál sem þurfti að taka ákvarðanir um. 

Stjórn: Lind Völundardóttir sem kosin var á aðalfundi varð að segja fljótlega af sér vegna breyttra aðstæðna. Brynja Emilsdóttir hefur gefið kost á sér til að starfa með stjórn fram að næsta aðalfundi þar sem hún mun vonandi gefa kost á sér aftur og vera réttkjörin til stjórnarsetu. 🙂

Sýningarnefnd: frá aðalfundi hafa orðið þær breytingar að Guðlaug Halldórsdóttir, Bryndís Bolladóttir, Björg Pjetursdóttir og Heidi Strand óska eftir lausn frá nefndarstarfinu en Anna Guðmundsdóttir, Sigrún Shanko, og Þóra Björk Schram hafa gefið kost á sér til starfa. Því tekur við störfum ný sýningarnefnd og þó hún sé ekki réttkjörin á aðalfundi þá þiggjum við með þökkum að þær vilji taka að sér að starfa fram að næsta aðalfundi.

Sýningin „rauður eða svífandi“ sem  átti að vera í nóvember hefur verið frestað. Hugmyndin er að halda  félagsýninguna þess í stað í mars 2010. Sýningarnefndin á eftir að kynna það nánar. 

Opið hús er í Korpúlfsstöðum fyrsta laugardag mánaðarinns og hefur Textílfélagið glæsilegt húsnæði til að kynna list og hönnun Textílfélagsins. Ykkur er öllum heimilt að koma með vörur og kynningarefni og taka þátt í stemmningunni með þeim sem eru með vinnustofur á Korpu… en það eru rúmlega 50 aðrir listamenn í húsinu og hafa opin hús á laugardögum verið fjörugir og skemmtilegir viðburðir.

Gestirnir hafa mikinn áhuga á allri list og eru ólmir að fá að kynnast listamönnum og jafnvel að versla við þá !!!   Síðasta opnunardag bar á því að fólk vildi versla textíl eins og það gerði á opnunardaginn í maí en þar seldum við fyrir um 100 þús. !

Opið hús á Korpu: 3. okt. – 7. nóv. – 5. des. milli kl. 13.oo og 17.oo. 

Laugardaginn 5. des. verður sýning hjá KorpuArt hópnum í stóra sýningarsalnum. (KorpaArt: listamennirnir sem eru með vinnustofur á Korpu). 

Hugmynd hefur kviknað um að hafa glæsilega textílsölusýningu á Korpuverkstæðinu þennan sama dag……..það á eftir að útfæra þessa hugmynd og verður hún kynnt betur síðar…..