Þriðjudagskvöldið 14.okt heldur Eygló Harðardóttir myndlistarkona fyrirlestur á textílverkstæðinu KORPU.
Þar ræðir hún um skynjun (þann sem horfir), ólíka uppsprettu lita, áhrifin sem litir hafa á hvern annan og hversu flókin þrívíð litaupplifun getur verið miðað við þá tvívíðu. Aðgangur ókeypis.