Á HönnunarMars fundi fimmtudaginn 14. október sl. voru gerð drög að félagssýningu Textílfélagsins.

Viðburður: 
HönnunarMars 24. – 27. mars 2011

Þema:
Mynsturgerð. Hönnun og tækni er í víðasta skilningi fráls; allt frá hefðbundnu þrykki, þæfingu, vefnaði, prjóni, útsaumi til nýjustu tækni í framleiðslu efna. 

Efni: 
Frjálst; ull, bómull, silki, hör, pappír…….gler, vír, gerviefni.

Staðsetning: 
Epal, Skeifunni. Verslunin hefur áhuga á að sýna íslenskan textíl og hefur sýnt íslenska hönnun á HönnunarMarsinum.

Markmið: 
Að vekja athygli á starfi textílhönnuða og möguleikum á nýju verkstæði Textílfélagsins á Korpúlfsstöðum. Sýna fjölbreyttni innan félagsins með afmörkuðu verkefni.

Formsatriði: 
Þátttökugjald kr. 10.000. Skráningu þátttöku lýkur 15. nóvember. Verða reglulegir fundir verkefnisstjóra í Hönnunarmiðstöðinni fylgt eftir á fundum með þátttakendum. Lokaður póstlisti þátttakenda með upplýsingum varðandi verkefnið.

Verkefnisstjóri: Björg Pjetursdóttir

Verkefnið er í þróun og í höndum þátttakenda.