Hedi_Birmingham

Íslenskt textilverk á farandsýningu í Kóreu

Textillistakonan Heidi Strand (www.heidistrand.com) á verkið Reindeer á
farandsýningunni European Art Quilt V sem kynnt var í Birmingham á Englandi
í ágúst. Á sýningunni er að finna 48 verk eftir jafnmarga evrópska listamenn
en hátt í 200 verk bárust alþjóðlegri fimm manna dómnefnd.
European Art Quilt V sýningin er nú komin til Suður-Kóreu og verður opnuð í
Chojun Textile & Quilt Art safninu í Seúl mánudaginn 15. september.
Sýningin verður í Kóreu þar til í lok október en fer svo til Hollands og að
því búnu til tveggja safna í Bandaríkjunum áður en hún verður sett upp í
virtum textilsöfnum í Danmörku og Þýskalandi.
Glæsileg sýningarskrá með vönduðum myndum af öllum verkunum og upplýsingum
um listamennina hefur verið gefin út á prenti og geisladisk og mun seljast í
tugþúsundum eintaka þessi tvö ár sem farandsýningin verður á ferðinni.
Nánari upplýsingar um European Art Quilt V er að finna á vefsetri EAQ,
http://www.europeanartquilt.com/ .


Prjónum til góðs á Menningarnótt.

Það styttist í Menningarnótt og eins og áður hefur komið fram að þá er prjón á dagskrá Menningarnætur í ár. Prjónarar eru hvattir til að prjóna til góðs í Hallargarðinum milli 14:00 og 17:00 á Menningarnótt. Fólk er hvatt til að koma með bleikt garn og fitja upp á einhverju til styrktar Krabbameinsfélaginu. Baukar verða á staðnum svo hægt er að heita á prjónaskapinn eða kaupa beint af prjónunum. Mætum með teppin, kaffibrúsana, prjónakörfurnar og gjafmildina í Hallargarðinn á Menningarnótt. Hér að neðan eru fleiri uppskriftir svo nú ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en svo er um að gera að prjóna af fingrum fram eitthvað einstakt.

Kveðja Ilmur Dögg – www.prjona.net

 

Ásdís Birgisdóttir sýnir í Listmunahorninu.

asdis

 

Laugardaginn 16. ágúst var opnuð sýning á verkum Ásdísar Birgisdóttur í LISTMUNAHORNI Árbæjarsafns – inn af Krambúðinni.
Á sýningunni eru þrykkt verk úr silki. Leikið er með letur, blað “gull” og “blað”síður með vísan í forna handritamenningu. Félagskonur eru hvattir til að skoða sýninguna.
Sýningin er opin daglega frá kl. 10 – 17 og stendur til 31.ágúst.