JÓLAGLEÐI
Við ætlum að boða jólagleði fyrir félagskonur á Textílverkstæðinu Korpu fimmtudaginn 9.des. kl.20.30.
Rauðvín og piparkökur í boði félagsins…. gaman væri ef félagskonur kæmu með eitthvað gómsætt til að narta í og deila með á sameiginlegt hátíðarborð…
KORPART
Svo minnum við á opið hús KorpArt n.k. laugardag þann 4.desember… fjöldi gesta kemur þennan dag og tilvalið tækifæri til að kynna sig og verkstæðið…
KorpArt hópurinn á Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum mun halda desemberhátíð með ýmsum uppákomum laugardaginn 4. desember frá kl. 13.00 til 17.00.
Á dagskrá verður:
Opnar vinnustofur listamanna.
Samsýningin „Koma Tímar…“ í stóra sal Korpúlfsstaða.
Kl. 13.30 Les Arnfríður Guðmundsdóttir, guðfræðiprófessor upp úr bókinni „Út í birtuna“, sem er eftir Arnfríði og Æju myndlistarkonu.
Kl. 14.00 Dúó Ásgeirs Ásgeirsson, gítar og Hauks Gröndals, saxófón, en þeir spila í einn til tvo tíma.
Kl. 16.00 Hljómsveitin “ 3 raddir og Beatur „Einkasýning í miðrými hússins „Náðinni“ Edda Þórey Kristfinnsdóttir.
Einkasýning í kjallara „Gryfjunni“ Kristín María Ingimarsdóttir.Rósukaffi opið með ilmandi kaffi, kakó og nýju bakkelsi á hóflegu verði.
Gestum gefst tækifæri á að rölta á milli staða í húsinu, skoða húsið og spjalla við listamennina og hönnuðina um verk þeirra, en mikil fjölbreytni er þar ríkjandi,
s.s. málverk, leirlist, grafík, textíll, hreyfimyndir, grafísk hönnun og landslagsarkitektúr.