Korpart listamenn eru með opið hús  laugardaginn 5. desember frá kl:  13:00 – 17:00.
Textílverkstæðið Korpa mun hafa opið og vera með korpukríli og furðudýr til sölu, ágóðinn mun renna til verkstæðisins.

Þær félagskonur sem vilja koma og stilla upp sínum vörum / verkum eru beðnar að gera það fyrir kl: 12:00 svo að allt sé tilbúið þegar húsið verður opnað.
Við munum vera til staðar frá kl: 10:00 um morguninn fyrir þá sem vilja byrja tímarlega.
Búast má við fjölda gesta og vonandi mun heimssókn Innlits-Útlits hafa einhver áhrif.

Viljum við biðja félagskonur að borga 2500.- fyrir aðstöðuna.

furdudyr 1 furdudyr 2

 

f.h. Korpunefndar, Kristveig.

linkur:
http://www.facebook.com/pages/Reykjavik-Iceland/Textilverkstaedid-KORPA/97743707357

 

HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR

Við óskum Hólmfríði Árnadóttur, heiðursfélaga Textílfélagsins innilega til hamingju. 

en Hólmfríður var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2009 á 17. júní í sumar.

Hólmfríður Árnadóttir fyrrverandi prófessor, Reykjavík, 
riddarakross fyrir framlag til listgreinakennslu í íslensku skólakerfi.