Það verður opið hús á Korpúlfsstöðum laugardaginn 1. maí og í stóra salnum verða 35 listamenn með verk á stærstu samsýningunni til þessa, undir þemanu Birta.  (aðeins opin þennan eina dag).        Opið frá kl. 13 til 17.

Kl. 13:00 Dúettinn „UNO“ verður með latino prógram, söngur og píanó.
Kl. 14:00 Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson verður með upplestur.
Kl. 14:30 Harmonikkuleikur Hinna Tígulegu Dragspilsdrottninga
Kl. 15:00 Vox feminae kvennakórinn mun syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur.
Kl. 16.00 SalsaIceland með dansatriði.

Rósukaffi er opið -kaffi, kakó og nýbakað bakkelsi á hóflegu verði.

Verkstæði Textílfélagsins er 1. árs þennan dag. Margt verður um manninn í húsinu og við hvetjum félagskonur til að nota tækifærið og koma með verk sín til að sýna og selja á verkstæðinu. Verðið er 2.500 kr. og beðið er um að búið sé að setja upp fyrir kl. 12.
Léttvín og annað fljótandi verður á boðstólnum fyrir félagskonur og velunnara milli kl. 15 og 17, hittumst og lyftum glasi fyrir verkstæðinu og þeim áfanga sem náðst hefur.