Þrjár ólíkar sýningar sem mynda eina sterka heild
Það eru Kristín Geirsdóttir málari, Ólöf Einarsdóttir textíllistamaður og Kristín Garðarsdóttir leirlistamaður sem sýna verk sín. Listakonurnar þrjár hafa þekkst um árabil. Við fyrstu sýn vinna þær verk sín í ólíka miðla, en þó er ýmsa snertifleti að finna þegar betur er að gáð. Fegurð og snerting eru mikilvægur hluti af verkum þeirra þriggja og í handbragðinu kemur fram að allar þrjár eru í sterkum tengslum við gamlar hefðir en hafa engu að síður unnið úr straumum og stefnum í samtímanum, hver á sinn hátt.
Sýningarnar standa til sunnudagsins 8. júní.