Verið velkomin á nýja sýningu í myndlistarsýningaröð í verslun og veitingastofu Þjóðmenningarhússins. Að þessu sinni sýnir Bryndís Bolladóttir, textílhönnuður, nýjustu hönnun sína; kúluna.

Kúlan er unnin úr þæfðri íslenskri ull. Hún bregður sér í ólík hlutverk, s.s. snaga, leikfangs, hitaplatta, skrauts, kolls og hljóðdempunarverks.

Bryndís er stúdent af listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og útskrifaðist úr textíldeild Listaháskóla Íslands árið 1999. Hún hefur einnig sótt námskeið við Konstfack listaháskólann í Svíþjóð.

Sjá nánari upplýsingar um verk Bryndísar á vef hennar: www.bryndisbolladottir.com