Kæru félagar
Okkur hefur hlotnast sá heiður að taka (aftur !) á móti fulltrúum virtra erlendra safna á Korpuverkstæðinu.
Barst okkur ósk um að hafa móttöku fyrir fulltrúa opinberra og einkarekinna listasafna í Bretlandi n.k. miðvikudag 17.sept. kl. 17 – 18. Eru félagskonur hvattar til að koma, sýna sig og verkin sín og njóta léttra veitinga.
Korpunefndin hvetur allar til að koma og setja upp verk til að gefa sem faglegasta mynd af því starfi sem unnið er í textíllistum hér á landi.
Nánari upplýsingar hjá Kristveigu: 699-0700