Rósaleppaprjón er gömul íslensk aðferð í myndprjóni sem gekk í endurnýjun lífdaga þegar bók Hélène Magnússon „Rósaleppaprjón í nýju ljósi“, kom út árið 2005.
Kennari er Hélène Magnússon.
Laugardaginn
30. janúar frá kl. 13-17.
Textílverkstæðið Korpa, Korpúlfsstöðum.
Verð 9.500-
Þátttakendur á námskeiðinu læra tæknina, prjóna litla rósaleppa, fræðast um söguna og fá að hitta og handleika flíkurnar í bókinni. Garn í prufur er innifalið en komið með prjóna nr. 4.
Skráning með tölvupósti á knitting@knittingiceland.com.
Textílþrykk !!
Námskeið í textílþrykki, yfirborðsskreytingu á fatnað/textíl, hjáTextílverkstæðinu Korpu
Kynnist nokkrum af möguleikum textílþrykks og lærið skemmtilega og einfalda tækni til að umbreyta eldri fatnaði/textíl og glæða hann nýju lífi.
Það er einnig hægt að gera myndverk, púða, dúka, trefla, slæður, gardínur og fl.
Aðferðir sem hægt er að vinna áfram með heima.
Leiðbeinendur: Sigrún Lára Shanko og Sigríður Ólafsdóttir textíllistakonur.
Námskeiðið er tvö skipti 5 tímar í senn annað hvort kl: 10:00 – 15:00 eða 17:00 – 22:00.
Verð: 15.000 kr.
Framhaldsnámskeið í boði. Verð: 10.000 kr.
Upplýsingar og skráning í síma í síma: 898-3337 og 895-9165 eða með tölvupósti á korpatex@gmail.com.
Eftirfarandi námskeið eru í boði:
Námskeið 1. (grunnnámskeið) 26. Jan. – 27. Jan. Kl: 17:00 – 22:00
Námskeið 2. (grunnnámskeið) 28. Jan. – 29. Jan. Kl: 10:00 – 15:00
Námskeið 3. (framhaldsnámskeið) 01. Feb. – 02. Feb. Kl: 17:00 – 22:00 Námskeið 4. (grunnnámskeið) 03. Feb. – 04. Feb. Kl: 10:00 – 15:00
Námskeið 5. (framhaldsnámskeið) 08. Feb. – 09. Feb. Kl: 17:00 – 22:00
ATH! Með fyrirvara um minnst sex og hámark fjórtán þáttakendur á hverju námskeiði.