NORRÆNT TEXTÍLÞING Á NORÐURLANDI 2024 

– EFNI OG AÐFERÐIR

Kæru félagar og textíl unnendur. Það er mikið gleðiefni að tilkynna að opnað hefur verið fyrir skráningu á árlegt Textílþing samtakanna Nordic Textile Art. Textílþingið 2024 er skipulagt  í samstarfi við Textílfélagið, Textílmiðstöð og Prjónagleði á Blönduósi. Þingið verður haldið á Norðurlandi að þessu sinni og fer fram dagana 5.-8. júní 2024.

Viðburðadagskrá í stuttu máli

  1. júní miðvikudagur: Textílreisa
  1. Júní Fimmtudagur: Perlur Eyjafjarðar
  1. Júní Föstudagur: Listir og menning á Hjalteyri og Akureyri
  1. Júní Laugardagur: Námskeið á prjónagleði og Textílsafnið á Blönduósi

Norrænt Textílþing: Þátttaka í viðburðum er innifalin í ráðstefnugjaldi þ.e. safnaheimsóknir og vinnustofu-heimsóknir. Námskeið á prjónagleðinni eru ekki innifalin og þarf að bóka sig sérstaklega á þau á heimasíðu prjónagleðinnar. Námskeiðsúrval og dagskrá mun birtast hér: Velkomin á Prjónagleðina 2024! 

Þátttökugjald á viðburðum á Textílþingi: 28.000 krónur fyrir  meðlimi NTA og Textílfélagsins og 33.000 krónur fyrir aðra. Greitt er með millifærslu eða korti á vefsíðu Textílfélagsins, hlekkur er hér

Rútuferðir – akstur dagana 5.-8. júní: Þátttakendur geta bókað sig í rútuferð frá Reykjavík til Norðurlands þann 5. júní og aftur til baka þann 8. júní með “textíl stoppum” á leiðinni (sjá dagskrá). Rútuferðir til Hjalteyrar og inn í Eyjafjörð eru innifaldar í fargjaldi. Þátttakendur hafa einnig kost á því að sleppa þessum kostnaðarlið og ferðast allt á eigin bíl.

Gjald fyrir rútuferðir 28.000 krónur fyrir meðlimi NTA og Textílfélagsins og 33.000 krónur fyrir aðra.  Greitt er með millifærslu eða korti á vefsíðu Textílfélagsins, hlekkur er hér

Gisting: Þátttakendur gista í Eyjafirði 3 nætur, tekin hafa verið frá herbergi á eftirfarandi hótelum:

Hotel Natur https://hotelnatur.com herbergi á þessu hóteli eru frátekin fyrir gesti í rútu. Verðið er 28.000 fyrir tveggja manna herbergi (14.000 á mann) með morgunmat. Vinsamlegast athugið að það er takmarkaður fjöldi herbergja, deilið herbergjum ef þið getið. Skráning er opin til 1. apríl . 

Hotel Kjarnalundur https://kjarnalundur.is býður uppá gistingu í 5 sumarhúsum, í hverju húsi eru 3 herbergi.  Rútan mun líka sækja gesti á þetta hótel. Verð 22.000 fyrir tveggja manna herbergi, morgunmat og kvöldmat er hægt að kaupa á hótelinu. Vinsamlegast athugið að það er takmarkaður fjöldi herbergja, deilið herbergjum ef þið getið.  Skráning fer fram í gegnum tölvupóst ntaicelann@gmail.com þar sem þið takið fram óskir varðandi herbergi og herbergisfélaga.  Skráning er opin til 1. apríl. 

Þáttakendur á eigin bíl; Hótel í grennd sem við mælum með; Hafdals hótel www.hafdals.is   Lamb Inn guesthouse https://www.lambinn.is  Hotel North https://hotelnorth.is 

Skráning hér! 

Texti á skráningarsíðunni er á ensku fyrir erlenda gesti ráðstefnunnar

Látið orðið berast: Hjálpið okkur að auka sýnileika textíllistar á samfélagsmiðlum og notið hashtaggið #nordictextileart og  #nordictextilemeeting2024 á ykkar miðlum.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við: ntaiceland2024@gmail.com 

Við hlökkum til að eiga með ykkur ógleymanlegar stundir á Norðurlandi í sumar!

Bestu kveðjur, Ösp, Lilý og stjórn Textílfélagsins.