NORRÆNT TEXTÍLÞING
Efni og aðferðir 5.-8. júní 2024 

LOKAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR SKRÁNINGU

Norrænt textílþing, umvafin náttúru Norðurlands. Þingið fer fram í Eyjafirði með viðkomu á Akureyri, Hjalteyri, Fífilbrekku og Blönduósi svo fátt eitt sé nefnt.

Fimmta júní – Miðvikudagur

Textíl ævintýri og náttúra. Við byrjum daginn á rútuferð frá Reykjavík til Blönduóss og njótum íslenskrar náttúru á leiðinni. Hádegisverður og móttaka í Kvennaskólanum á Blönduósi, kynning á Textílmiðstöðinni og Textíl Lab og heimsókn í Heimilisiðnaðarsafnið. Frá Blöndósi verður ekið sem leið liggur á Hótel Natur, Þórisstöðum í Eyjafirði í kvöldverð.

Sjötta júní – Fimmtudagur

Menning og listir. Torfbærinn og sagan rifjuð upp í safninu í Laufási, heimsækjum Safnasafnið með sína einstöku muni og njótum síðan hádegisverðar á Hótel Natur. Eftir hádegi er ekið inn í Eyjafjörð í heimsókn í Dyngju gallerí. Hátíðarkvöldverður snæddur á Hótel Leifshús. Deginum lýkur með textíl spjalli og popup-listasýningu allra þátttakenda.

Sjöunda júní – Föstudagur

Listin og handverkið – efni og aðferðir! Heimsókn á Hjalteyri við Eyjafjörð. Heimsækjum Lene Zachariassen og myndlistasýningu í Verksmiðjunni Hjalteyri. Eftir hádegismat er tekið á móti hópnum í Listasafn Akureyrar og skoðuð sýningin; Er þetta Norður? Síðdegis verður frjáls tími í miðbæ Akureyrar þar sem tækifæri gefst til að heimsækja vinnustofur listamanna og aðra áhugaverða staði. Rútan ekur til baka frá Akureyri til Hótel Natur. 

Áttunda júní – Laugardagur

Frá norðri til suðurs – akstur um fjöll og firði. Ekið verður frá Eyjafirði til Reykjavíkur að loknum aðalfundi NTA og Textílspjalli  Á leiðinni verður heimsóttur markaður Prjónagleðinnar á Blönduósi, þar sem verður hægt að versla eða setjast og fá sér kaffi. Lokaáfanginn er rútuferð frá Blönduósi til baka til Reykjavíkur.  08.30-10:00 Norræn textíllist aðalfundur samtakanna á Hótel Natur. Þátttaka opin og valkvæð. 10:00-11:30 Textílspjall, íslenskir ​​listamenn og hönnuðir munu flytja og kynna list sína og verkefni. 11:30-12:30 Léttur hádegisverður á Hótel Natur 12:30-15:00 Rúta frá Hótel Natur í Eyjafirði til Reykjavíkur með viðkomu á Blönduósi. 15:00-16:30 Markaðstorg Prjónagleðinnar – allt um garn og textíl og kaffisala 🙂 16:30-19:30 Rúta frá Blönduósi til BSÍ í Reykjavík

Hagnýtar upplýsingar Norræn textílþing eru haldin árlega á Norðurlöndunum. Þingin eru opin öllu áhugafólki um textíllist. Markmiðið er að leiða saman textíl listamenn og handverksfólk til að skiptast á hugmyndum, sækja sér innblástur og læra um efni og aðferðir, ásamt því að skapa og styrkja tengsl og efla faglega þróun innan textílsamfélagsins.

Textílþing á Norðurlandi 2024 býður þátttakendum að taka þátt í viðburðum og rútuferð.

Viðburðirnir og rútuferðin eru seld í sitthvoru lagi.

Norrænt textílþing – viðburðir: Innifalið er þátttaka í öllum viðburðum, aðgangseyrir að söfnum og vinnustofu heimsóknum, auk þess hádegisverðar og veitinga tvo af dögunum. Þátttökugjöld á alla viðburði og á fundi NTA: 28.000 krónur (180 evrur) fyrir félagsmenn, 33.000 krónur (220 evrur) fyrir utanfélagsmenn. Meðlimir nota kóðann: TEX2024 til að fá afslátt. Tengill á skráningu og greiðslu á vef Textílfélagsins; https://tex.is/namskeid/

Norrænt textílþing – akstur með rútu dagana 5.-8. júní: Þátttökugjald í rútu felur í sér akstur frá BSÍ Reykjavík 5. júní til Blönduóss, akstur með hópnum 6. og 7. júní á Eyjafjarðarsvæðinu – og til baka frá Eyjafirði til BSÍ í  Reykjavík þann 8. júní. https://tex.is/namskeid/ Þátttakendur sem ferðast á eigin vegum greiða aðeins fyrir þátttöku í viðburðum. 

Norrænt textílþing er skipulagt af norrænu samtökunum Nordic Textile Art og Textílfélaginu í samvinnu við Textílsetur Íslands r

Látið orðið berast: Hjálpið okkur að auka sýnileika textíllistar á samfélagsmiðlum og notið hashtaggið #nordictextileart og  #nordictextilemeeting2024 á ykkar miðlum.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við: ntaiceland2024@gmail.com / textilfelagid@gmail.com

Við hlökkum til að eiga með ykkur ógleymanlegar stundir á Norðurlandi í sumar!

Bestu kveðjur, Ösp, Lilý og stjórn Textílfélagsins