Textíllistakonan Guðrún Hadda Bjarnadóttir og leirlistakonan Anna Sigríður Hróðmarsdóttir opna sýninguna Rabarbariföstudaginn 19. mars kl. 17.00 í Artóteki á 1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15.

Anna Sigríður og Hadda hafa nokkrum sinnum sýnt saman og hefur þema sýninganna þá gjarnan verið matartengt s.s. bláskel, kjötsúpa, sushi, jólagrauturinn. 
Sýningin sem nú opnar í Artótekinu er hins vegar helguð hinni kröftugu plöntu rabarbaranum.