TEXTÍLFÉLAGIÐ

Árið 1974 var Textílfélagið stofnað af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. 

Textílfélagið er félag menntaðra textíllistamanna og textílhönnuða. Meginmarkmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og kynna list þeirra og hönnun á innlendum og erlendum vettvangi. Textílfélagið er eitt af aðildarfélögum Sambands íslanskra myndlistarmanna  og hefur sinn fulltrúa í stjórn Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi, Miðstöð hönnunar og Arkitektúrs, NTA – Norrænu textílliata samtökunum (https://www.nordictextileart.net/)  ásamt aðild að Myndstefi. 

Árið 2009 var opnað textílverkstæði fyrir félagsmenn á Korpúlfsstöðum og þar er fyrirtaks aðstaða fyrir ýmiskonar vinnu í björtu og glæsilegu rými. Félagsmenn geta nýtt sér þá aðstöðu, skipulegt námskeið og sýningar. í dag eru 104 félagkonur og þar af fimm heiðursfélagar.

Sjá nánar á:

https://www.facebook.com/Icelandictextileassociation

https://www.instagram.com/icelandic_textile_art/