Skráningarfrestur á sýninguna SVÍFANDI, verður framlengdur til 6. feb kl: 12:00

Námskeið í febrúar og mars
 í notkun stafrænna myndavéla og myndvinnslu

Hvar?                         Námskeiðið er haldið á Textílverkstæðinu Korpu á Korpúlfsstöðum.
Hvenær?        Föstudaginn 12.  febrúar  kl. 13:00 – 17:00 og laugardaginn 13. febrúar kl: 9:00 – 16:00. 
Sama námskeið verður líka haldið föstud. 12. mars – laugard 13. mars. 
Kennari:        Kristveig Halldórsdóttir, myndlistarmaður og kennari.
Fjöldi:             8 þátttakendur
Kl.st:              10
Verð:              14.000.-

Þið lærið að: Stilla myndavélina. 
Yfirfæra myndir á tölvu. 
Flokka myndir. 
Allt um stærð mynda og skjala. 
Undirbúa myndir fyrir prentun. 
Breyta myndum í tölvu.

Takið með:     Takið með fartölvu ef þeir getið,  myndavél og leiðbeiningabók með myndavélinni ykkar ef þið eigið hana.  Ég er með tölvur fyrir þá sem eru ekki með fartölvur. Komið með stílabók-glósubók.

Forrit:            Adobe Bridge og Photoshop

Skráning:       hjá Kristveigu – kristveig@islandia.is fyrir 10. febrúar á fyrra námskeiðið og fyrir 10. mars á seinna námskeiðið. Við skráningu sendi ég ykkur upplýsingar um banka til að leggja inn á. Lágmarksfjöldi er 5 nemendur.

 

Verið velkomin á opið hús á Korpúlfsstöðum

Minni á opna húsið á laugardaginn n.k. á textílverkstæðinu Korpu. Ef einhver vill nýta sér það og koma sér á framfæri 
með því að leigja aðstöðu hjá textílverkstæðinu þá vinsamlegast hafið samband sem fyrst við einhverja neðangreinda.

Aðeins er hægt að stilla upp verkum á laugardagsmorgun frá kl. 11  og kostar kr. 2500,-

Hlökkum til að heyra frá ykkur
Textílverkstæðið Korpa

KorpArt-hópurinn á Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum, opnar vinnustofur sínar laugardaginn 6.febrúar frá kl.13.00-17.00.  Þá gefst gestum tækifæri á að kynnast ólíkum verkum listamanna og hönnuða.  Fjölbreytni verkanna, sem eru til sýnis og sölu er mikil, svo sem málverk, leirlist, textíll, fatnaður, hreyfimyndir, grafísk hönnun og landslagsarkitektúr.
Rósu kaffi er opið þar sem hægt er að versla kaffi, kakó og nýbakað bakkelsi á hóflegu verði.
Í vetur er opið hús á Korpúlfsstöðum fyrsta laugardag í mánuði, með breytilegum sýningum.  Nánari upplýsingar um listamenn og hönnuði má sjá á vefsíðunni: http://www.korpart.is

 

2.2.2010

Á morgun, 3. febrúar, rennur út frestur til að skrá þátttöku í hönnunarsýningunni, Vendum okkar kvæði í kross, á Kaffitár á Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin er viðburður Textílfélagsins á HönnunarMarsi Hönnunarmiðstöðvarinnar, 18. – 21. mars nk., og stendur hönnuðum til boða að nýta kaffihúsið og veggpláss á jarðhæð. 

Á sama tíma verður örsýning á hulsum utan um heit götumál Kaffitárs og hvet ég alla félaga Textílfélagsins að taka þátt í sýningu sem gæti orðið ímyndunaraflinu að bráð!

Þátttökugjald vegna sýningarinnar Vendum okkar kvæði í kross er kr. 5000.- en ef eingöngu er tekið þátt í örsýningunni er gjaldið kr. 2.500.-

Fleiri viðburðir einstaka textílhönnuða eru einnig á dagskrá og hvet ég ykkur til að taka þátt með einum eða öðrum hætti.

Skráning:
Greiðsla lögð á bankareikning Textílfélagsins og tilkynning um greiðslu á neðangreint netfang:
 
Banki: 0101-26-067977
kt: 580380-0189
bjorg.pje@gmail.com