félagsfundur – verkstæði – vinnudagar – innréttingar – tæki og tól 

Kæru félagskonur,

Nú stendur til að setja verkstæði Textílfélagsins upp með aðstoð Friðriks smiðs en undirbúningur er á lokastigi. Uppsetning innréttinga, færa skilrúm, þrífa, mála og fleira er á dagskrá. Pípulagnir og rafmagn sér SÍM um að klára áður en við tökum höndum saman og gerum verkstæðið að veruleika.

Eins og fram hefur komið hefur félaginu borist margt sem nýtist á verkstæðinu en enn vantar uppá og auglýsum við hér eftir tækjum og tólum 
stórum vaski, blöndunartækjum, 2 krönum, ísskáp, dampi, leirtaui, bölum, skálum, dollum, pottum, vogum, kústum, moppum, tuskum, viftum, vatnsslöngum og öllu sem gæti nýst á verkstæðinu.

Félagsfundur er boðaður föstudaginn 3. apríl kl. 20-22. 
Áhersla verður lögð á að ganga frá skipulagi og reglum verkstæðisins í notkun, útleigu osfv. Eru félagsmenn hvattir til að mæta enda mikilvægt að sem flestir komi að mótun þess.

Dagana 2. 3. og 4. apríl eru skipulagðir vinnudagar á Korpúlfsstöðum 
og vill undirbúningsnefnd verkstæðisins hvetja félagskonur til að mæta með tuskur, verkfæri eða málningarrúllur. Það er allra hagur að hjálpast að og spara smiðnum handtökin, fleiri hendur vinna létt verk.

Við mætum:
fimmtudaginn 2. apríl kl. 16-22
föstudaginn 3. apríl kl. 16-19, félagsfundur í framhaldinu 20-22, 
laugardaginn 4. apríl 9-14. 

Með kveðju og von um góða mætingu.
Undirbúningsnefnd.