Anna Gunnarsdóttir segir frá sýningu:
Ljósmynd: Jack Bett
Sýningin heItir „Sulpture by the sea“ og er haldin á Bondi og Tamarama ströndinn í Sidney Ástralíu og er stærsta úti skúlptúr sýning í heimi. Þetta er 11 árið sem hún er haldin og voru 106 sýnendur sem voru valdir til þáttöku og aðeins 46 erlendir listamenn voru valdir inn aðþessu sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem þæfð ullarverk eru á sýningunni og vakti það mjög mikla athyggli. Verkin mín fengu frábæra dóma og fólk var hrifið að sjá þæfða ullarskúlptúra innan um verk úr kopar, granít og öðrum þungum efnum. Þar var um það bil 500.000 mans sem komu og skoðuðu sýninguna þessa daga sem hún stóð yfir og fékk hún mikla umfjöllun í öllum fjölmiðlum. Samhliða úti sýningunni var haldin sýningin „Sculpture inside“ þar sem minni verk voru til sýnis, þar átti ég 3 verk sem voru í laginu eins og útiverkin nema hvað þau voru með silfur, gull og perlum. Inni verkin mín fara á aðra sýningu þarna úti sem verður haldin eftir áramótin þannig að þau eru ekkert á heimleið á næstunni.
Einnig var ég með námskeið í þæfingu á íslenskri ull fyrir 7-9 ára krakka og gekk það mjög vel var mikið spurt og skrafað um Ísland þannig að eflaust eigum við eftir að fá Ástralska ferðamenn í heimsókn seinna meir.