SÝNING TEXTÍLFÉLAGSINS Á KORPÚLFSSTÖÐUM
6. – 21. MARS 2010
Sýningarnefnd félagsins hefur verið að störfum, en unnið er að skipulagi félagssýningarinnar sem verður 6. – 12. mars á Korpúlfsstöðum.
Allar félagskonur geta tekið þátt í sýningunni og vonumst við til að sem flestar verði með svo að 760 fm sýningarplássið verði sem glæsilegast.
Þeir sem vilja vera með þurfa að skrá sig fyrir 3. febrúar.
Sjá skráningarblað og nánari upplýsingar hér.
Sýningin opnar 6. mars en þá verður líka opið hús á Korpúlfsstöðum og í lok sýningarinnar dagana 18. – 21. mars verður sýningin tengd Hönnunarmarsinum en Textílfélagið mun einnig sýna í Kaffitár, Þjóðminjasafninu þá daga.
Kæru félagskonur þá er bara að svífa á þetta verkefni……
Kær kveðja sýningarnefndin.