Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna MIKADO á Bókasafni Háskólans á Akureyri, laugardaginn 21. mars kl: 13:00. Sýningin stendur til 4. maí 2009.

Anna Gunnarsdóttir lærði textílhönnun á Íslandi og Danmörk auk þess að hafa sótt fjölda námskeiða um textíl. Hún hefur síðari ár aðallega fengist við vinnslu á þæfðri ull og textíl. Hún blandar saman nytjavöru, myndlist og fatahönnun með þessum miðlum. 

Verkin á sýningunni eru unnin út frá japanska spilinu mikado þar sem leikmenn spila með prik. Öll verkin á sýningunni tengjast á einn eða annan hátt við textíl. Þetta eru pappahólkar sem lokið hafa hlutverki sínu sem vafningshólkar fyrir textílefnin og fá nýtt hlutverk í leik sem listaverk á vegg. Þetta er leikur listamannsins með mikado.

Anna er annar eigandi gallerísins Svartfugls og Hvítspóa í miðbæ Akureyrar.
Hún hefur að baki fjölda sýninga víðs vegar um heim og hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Anna var valin bæjarlistamaður Akureyrar árið 2008.

Bókasafn Háskólans á Akureyri er opið alla virka daga frá 8-18 og 12-15 á laugardögum.
Allir eru velkomnir