Textile ráðstefna – Heritage meets the future.
Laugardagurinn 30. mars
10.00 – 15.00 NTA ráðstefna í Veröld
Fyrir frekari upplýsingar og miðakaup: https://www.nordictextileart.net/nordic-textile-meeting-in-iceland-2019-heritage-meets-the-future/

FREKARI UPPLÝSINGAR UM FYRIRLESARANNA:

Textíl myndlist morgundagsins

Jessica Hemmings sérfræðingur í textíl sem ferðast um allan heim og heldur fyrirlestra um textíl. Hún nam textílfræði við Rhode Island School of Design árið 1999 og samanburðar bókmenntafræði (Afríka/Asía) við Lundúna háskóla. Doktorsritgerð sína varði Jessica við háskólann í Edinborg og var hún gefin út af Kalliope Paperbacks undir titlinumYvonne Vera: The Voice of Cloth (2008). Jessica hefur kennt við Central Saint Martins, Rhode Island School of Design, Winchester School of Art og Edinburgh College of Art. Árið 2010 ritstýrði hún ritgerðarsafninu In the Loop: Knitting Now – sem var gefið út Black Dog. Árið 2012 ritstýrði hún The Textile Reader (Berg) og skrifaði Warp & Weft  (Bloomsbury). Cultural Threads er verkefni þar sem Jessica er bæði ritstjóri og sýningarstjóri. Bókin er um nútíma textíl tækni og þankagang eftir nýlendutímann, (Bloomsbury: 2015) í tengslum við útgáfu bókarinnar var sett upp farandsýningin Migrations (2015-2017). Frá 2012-2016 var Jessica prófessor við National College of Art & Design í Dyflinni. Þar bar hún titilinn Professor of Visual Culture og var yfir School of Visual Culture við NCA&D. Í dag er hún prófessor Academy of Design & Crafts (HDK) við Gautaborgarháskóla.

Fornleifafræði framtíðar

Philip Fimmano er sérfræðingur í samtíma tísku og lífsstíl, og leggur mikið til trend bóka Trend Union og Bloom magazine. Einnig er hann ráðgjafi og vinnur við stefnumörkun margvíslegra alþjóðlegra merkja. Hann vinnur í fjölbreyttum geirum – allt frá nýjustu tísku til innanhúss arkítektúrs, snyrtivöru, matar og smásölu. Árið 2011 stofnaði Philip, Talking Textiles ásamt Lidewij Edelkoort, átaksverkefni til að stuðla að vakningu og nýsköpun tengdum textíliðnaðinum. Þetta var gert með farand sýningum, blaðaútgáfu, nemenda verðlaunum og ráðstefnum með áherslu á kennslu á því sem er efst á blaði hverju sinni. Meðfram þessu sinnir hann sýningarstjórnun á samtímahönnun fyrir alþjóðleg söfn og hefur flutt fyrirlestra um listir og hönnun meðal annars á Musée du Quai Branly í París og í Norræna safninu í Stokkhólmi. Einnig kennir Philip Trend spámennsku við Palimoda í Flórens.

Kindin í mér

Bryndís Bolladóttir er frumkvöðull og textílhönnuður sem rekur stúdíó og framleiðslufyrirtæki á Islandi. Bryndís vinnur á mörkum hönnunar og lista og sækir innblástur sinn í arkítektúr og list. Leikur er mikilvægur í verkum Bryndísar og hann einkennir framsetningu og margbreytileika hugmyndanna hennar. Bryndís hefur unnið markvist að hljóðvistarinnsetningum síðastliðin ár. Þar hefur markmið hennar verið að teikna inn „virkan“ skúlptur og gera hann hluta að heildar arkitektúr rýmanna sem verið er að bæta hljóðvistina í. Grunn efniviðurinn er íslenska ullin og er hún jafnframt innblástur í sköpun Bryndísar. Bryndís hefur unnið til verðlauna fyrir verk sín og hönnun. Verk hennar er að finna víða í opinberum byggingum á Íslandi sem og erlendis. Grunneiningar algengustu hljóðvistarinnsetninga Bryndísar, KULA & Lina eru framleiddar á Íslandi og Ítalíu á vegum hennar. Grunneiningarnar hafa fengið dreifingu í þremur heimsálfum í dag.

Löngun í jafnvægi náttúrunnar

Katrín Þorvaldsdóttir er listamaður sem er með ástríðu fyrir þara og að vinna í takt við náttúruna. Til margra ára  hefur hún nýtt sér þara sem efnivið í verk sín. Katrín fór fljótlega að nýta sér þara í grímu og brúðugerð ásamt að nota hann í leikmyndum og búningum. Þari er nýtanlegur og varanlegur efniviður og hefur Katrín um árabil stundað rannsóknir á efninu, eðli þess og hegðun með það fyrir augum að nýta það sem mest á sjálfbæran hátt. Meginástæða efnisvalsins er að vinna í takt við og með náttúrunni og nýta afurð úr náttúrunni á sjálfbæran hátt án þess að ganga of langt með tilheyrandi mengun. “Allt um kring umlykur náttúran okkur Íslendinga. Mér þykir eðlilegt að nýta það sem hendi er næst – á þann hátt að við afhendum náttúrunni það aftur sem við fáum frá henni. Hringrás í framkvæmd sem er stærsta áskorun mannkyns í dag. Mín framtíðarsýn byggir á að gefa næstu kynslóðum tækifæri á að vinna með náttúrunni á sjálfbæran og jafnframt gróðavænlegan hátt.” KÞ

Vefstóllinn hakkaður

Kadi Pajupuu er aðstoðar prófessor við Pallas University of Applied Sciences í Eistlandi.

Kadi nýtir sér klassíska veftækni og þróar hana jafnframt fram á við með óvæntum hætti. Uppfinning hennar – Rail Reed – leyfir notandanum að breyta þéttleika og vídd efnisins, meðan á vefnaði stendur. Kadi hefur haldið námskeið í tækni sinni víðsvegar um heiminn og er uppfinning hennar notuð af vefurum víða um heim í dag. Kadi nýtir sér hóphugsun í verkum sínum og hefur tekið þátt í hóp ,,hackathon”  ráðstefnum þar sem áherslan er lögð á nýsköpun. Hún hefur þá trú að með því að deila hugmyndum, þróist þær fram á við, draga hefðirnar í efa  og nýta sér kraftinn í samvinnu og samstarfi. Á síðustu árum hefur hún fundið upp margvísleg tæki og tól sem skora hefðina á hólm, bæði í vinnslu textíls og garns.

Áferð textíls og sjálfsmynd

Isabel Berglund er dönsk og sjálfstætt starfandi listamaður frá Danmörku. Hún er með BA í textíl frá Danmarks Design School í Kaupmannahöfn og meistaragráðu frá Central Saint Martins í London 1997. Hún hefur ferðast víða um heim með verk sín og  sýnt ma í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Verk hennar einkennast af hinu óvænta þar sem ímyndunaraflinu er gefinn laus taumur. Þetta eru oft risavaxin verk úr handprjóni. Áhorfandinn samsamar sig með hefðbundnu efniviðnum, en listrænan byggir á að breyta hefðinni í eitthvað stórkostlega óvænt sem fær jafnvel áhorfandann til að draga upplifun sína af raunveruleikanum í efa. Isabel sameinar prjónles úr þekktum hlutum úr listum og iðnhönnun þannig að  áhorfandanum langar að koma við og strjúka verkin eða toga þau og teygja til. Helsti innblástur Isabel kemur úr gráma hversdagsleikans, sem er varpað í önnur hlutverk með óvæntri nálgun.

Samræða við Annie Albers

Kiyoshi Yamamoto er japanskur brasilíumaður, búsettur í Noregi. Hann er með meistargráðu í textíl frá Bergen Academy 2013. Kyoshi vinnur á mörkum hugmynda og efniviðs í textíl.

Hann kannar samhengi lita heimsins og birtingarmyndar hugrenninga – framkvæmda og tilrauna. Kiyoshi hefur sýnt verk sín víða um heim. Verk hans eru í eigu safna og er hann tilnefndur til listaverðlauna Sandefjord 2019.

Þetta verkefni er styrkt af Nordisk Kulturfund og Reykjavíkurborg.