Þorbjörg Þórðardóttir veflistakona hlýtur heiðursviðurkenningu á alþjóðlegum textílbiennal í Póllandi

Þorbjörg Þórðardóttir veflistakona hlaut nú á dögunum heiðursviðurkenningu fyrir frumlegt framlag hennar á alþjóðlega textíltvíæringnum 5th International Artistic Linen Cloth Biennale sem nú stendur yfir í Krosno, Póllandi. Þátttakendur á sýningunni eru alls 88 víðsvegar að úr heiminum.

Krosno er dæmigerð evrópsk miðaldaborg, þekkt fyrir vefnað og hörræktun, eins og nafnið gefur til kynna en Krosno þýðir einmitt vefstóll. Markmið sýningarinnar er að endurvekja hörinn til listsköpunar og það þykir því við hæfi að staðsetja biennalinn í Krosno þar sem hör hefur verið ræktaður og unninn í gegnum aldirnar.

Nánari upplýsingar um starfsferil Þorbjargar er að finna á www.thorbjorg.com