Textílfélagið tók þátt í Torgi listamessu dagana 4.-6. október. Sex félagar settu upp bás og sýndu verk sín fyrir hönd félagsins. Það voru þær Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Bethina Elverdam, Kristveig Halldórsdóttir, Lilý Erla Adamsdóttir, Ýr Jóhannsdóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir. Fleiri félagar stóðu fyrir eigin básum. Viðburðurinn var afar vel sóttur en talið er að um 14 þúsund manns hafi lagt leið sína á Korpúlfsstaði þessa helgi til að njóta listar og eiga viðskipti við listamenn.

 

Meðfylgjandi mynd tók Kristveig Halldórsdóttir.