INNTÖKUSKILYRDI

Til að hafa rétt til inngöngu í Textílfélagið þarf umsækjandi að hafa lokið háskólaprófi í myndlist eða hönnun frá viðurkenndum listaháskóla eða hafa aðra sambærilega menntun samkvæmt yfirlýsingu viðkomandi skóla. Að öðrum kosti þarf umsækjandi að uppfylla fjögur af neðangreindum skilyrðum:
a) Hafa aðra menntun í myndlist (t.d. nám á framhaldsskólastigi, námskeið, einkatíma eða annað) staðfest með yfirlýsingu viðkomandi skóla eða kennara.
b) Hafa haldið eina eða fleiri einkasýningar á viðurkenndum sýningarstöðum. Staðfesting fylgi með aðildarumsókn.
c) Hafa tekið þátt í alþjóðlegri samsýningu styrktri af opinberum aðilum eða a.m.k. fimm öðrum samsýningum. Staðfesting fylgi með aðildarumsókn.
d) Hafa verið falið af dómnefnd að vinna að listskreytingu á opinberum vettvangi. Staðfesting fylgi með aðildarumsókn.
e) Eiga minnst eitt verk í opinberri eigu, keypt af viðkomandi safnráði eða matsnefnd. Staðfesting fylgi með aðildarumsókn.
f) Hafa hlotið opinberan styrk eða starfslaun tengt list sinni eða hönnun. Staðfesting fylgi með aðildarumsókn.

Sækja skal um skriflega og metur stjórn félagsins umsóknir og svarar eins fljótt og unnt er.

2022_Umsóknarblað f. Tex – word skjal
2022_Umsóknarblað f. Tex – pdf

Lög Textílfélagsins 2021

Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila rafrænt á síðu Textílfélagsins eða á netfangið textilfelagid@gmail.com