Textílfélaginu stendur til boða að sýna hönnun okkar á Kaffitár, kaffihúsi Þjóðminjasafns Íslands á HönnunarMarsinum, 18. – 21. mars 2010.
Sjá nánar um tilhögun sýningarinnar hér að neðan.
Verkefnisstjóri Textílfélagsins vegna HönnunarMarsins 2010: Björg Pjetursdóttir
Nafn sýningar: Vendum okkar kvæði í kross
Leiðarljós: Útsaumsverk Guðrúnar Guðmundóttur og útsaumsverk úr fórum safnsins.
Sýningartími: 18.-21. mars 2010
Sýningarstaður: Kaffitár, Þjóðminjasafn Ísland. Dregið verður um ákveðin pláss fyrirfram.
Þátttökugjald: kr. 5000.-
Upplýsingar um verk: heiti, efni, aðferð og verð sendist verkefnisstjóra í tölvupósti.
Skil á verkum til verkefnisstjóra: 11. mars 2010 vegna umfjöllunar í fjölmiðlum.
Uppsetning: 17. mars 2010, verkefnisstjóri ásamt aðstoðarmönnum.
Opnunartími: fimmtudag og föstudag 9-17, laugardag og sunnudag 11-17
Lok: sýning tekin niður en hægt verður að nálgast verkin hjá verkefnisstjóra frá 22.- 27. mars. 2010.
Nánar:
Björg Pjetursdóttir
bjorg.pje@gmail.com
Sjá nánar um HönnunarMars: http://www.honnunarmidstod.is/HonnunarMars2010/
Á laugardaginn 30. janúar kl. 15.00 opnar sýning á útsaumsverkum Guðrúnar Guðmundsdóttur sem unnin eru m.a. upp úr handritum og helgimyndum,
en sú sýning verður höfð að leiðarljósi við hugmyndavinnu fyrir sýningu Textílsfélagsins. Félagskonur eru eindregið hvattar til að skoða þessa afar forvitnilegu og fallegu sýningu, fá hughrif og innblástur.
Þá eru einnig á Þjóðminjasafninu sýning á útsaumsverkum frá
17.öld úr fórum safnsins.
Sýningarnar standa frá 30. jan – 25. apríl.
Þá viljum við minna á erindi 2ja textíllistakvenna Textílfélagsins á dagskrá Þjóðminjasafns Íslands í mars.