(Fimmtudagana 8. október og  5. nóvember kl: 20:00 , 2009)

Félagskonur koma með ýmiss konar efni, garn, gömul föt, sokka, tölur og fleira, vinna saman tvö kvöld að því að búa til tuskudúkkur, töskur, furðudýr og annað skemmtilegt sem síðan verður selt á jólamarkaði Korpu 5. desember til styrktar Textílverkstæði Korpu.

Ef vel til tekst getur þetta  orðið árleg uppákoma þar sem félagskonur vinna saman, skemmta sér og kynnast hvor annarri.  Allir hvattir til að mæta og sýna hinum hvað þeir geyma í kistunni sinni. 
(Takið með saumavélar, skæri og annað sem til þarf.)

Nefnd Textílverkstæðis Korpu.

 

Dagskrá Textílverkstæðisins Korpu á haustönn 2009 (sjá nánar)

Opið hús verður á laugardögum frá 13 – 17 sem hér segir:

5. september
3. október
7. nóvember 
5. desember

Félagsmenn geta byrjað að panta sér vinnudaga með því að senda e-mail á korpatex@gmail.com  
sjá verðskrá. ( verð fyrir vefstól óákv)

Kristveig heili:Users:kristveig:Desktop:Textílverkstæðið Korpa.jpg

Verð fyrir aðra en félagsmenn er helmingi hærra fyrir leigu á vinnustöðvum.